Um víða veröld - Heimsálfur

102 Karíbahaf Karíbahafið er haf sem er afmarkað af norðurströnd Suður-Ameríku, Mið-Ameríku, Mexíkóflóa, Stóru-Antillaeyjum, Litlu-Antillaeyjum og Atlantshafinu. Þar er að finna mikinn fjölda eyja sem ýmist eru sjálfstæð ríki eða hlutar annarra ríkja. Eyjarnar sem kallaðar eru Vestur-Indíur mynda mikinn eyjaboga sem umlykur Karíbahafið. Karíbahafið og eyjar þess eru rómaðar fyrir veðursæld og náttúrufegurð. Flestar eyjarnar eru gyrtar kóralrifjum þar sem dýralíf er fjölskrúðugt. Kóralrifin eru hins vegar mjög viðkvæmt vistkerfi sem hefur farið hnignandi á undanförnum áratugum vegna storma, kóralsjúkdóma, sívaxandi ferðamennsku og hækkandi sjávarhita. Síðla sumars og á haustin skella hitabeltisstormar, sem stundum ná vindhraða fellibyls, þó mjög oft á Karíbahafseyjunum og geta valdið miklu tjóni. Landbúnaður hefur löngum verið undirstaða efnahagslífs flestra ríkja í Karíbahafinu. Nánast allt ræktanlegt land er nýtt til að rækta útflutningsafurðir. Námugröftur er þó nokkur þar sem ýmis jarðefni Kókoshnetusafi er vinsæll svaladrykkur í suðrænum löndum. Eyjunum í Karíbahafi er skipt í Stóru- og LitluAntillaeyjar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=