101 Norður-Ameríka Stóru- og Litlu-Antillaeyjar Antillaeyjar eru eyjarnar í Karíbahafi utan Bahamaeyja. Eyjaboganum, sem einnig nefnist Vestur-Indíur, er skipt í Stóru-Antillaeyjar og LitluAntillaeyjar. Stóru-Antillaeyjar eru stóru eyjarnar fjórar, Kúba, Jamaíka, Hispaníóla og Púertó Ríkó að norðanverðu í Karíbahafi. Litlu-Antillaeyjar eru um 20 litlar eldfjallaeyjar við austurmörk Karíbahafsins og skiptast í Hléborðseyjar og Kulborðseyjar og eyjarnar undan strönd Venesúela. Hléborðseyjar eru nyrðri hluti Litlu-Antillaeyja og eru nefndar svo þar sem ríkjandi staðvindar blása frá suðri til norðurs svo þær eru hléborðs miðað við syðri eyjarnar, Kulborðseyjar. Heitin Hléborðs- og Kulborðseyjar eru tekin úr sjómannamáli. Landfræðilega eru eyjarnar taldar til NorðurAmeríku en af menningarlegum og sögulegum ástæðum eru StóruAntillaeyjar taldar með Rómönsku Ameríku. Í höfuðborg Haíti, Port au Prince urðu gríðarlegar skemmdir af völdum jarðskjálfta sem reið þar yfir í janúar 2010.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=