Um víða veröld - Heimsálfur

98 Mið-Ameríka Mið-Ameríka er í daglegu tali skilgreindur sem sá hluti Norður-Ameríku sem liggur á milli Bandaríkjanna og Kólumbíu og tengir saman meginlönd Norður- og Suður-Ameríku. Mið-Ameríka er nánast einn samfelldur fjallgarður, með undantekningum þó. Líta má á fjallgarðinn sem tengingu eða áframhald hinna gríðarmiklu fjallgarða í Norður- og Suður-Ameríku. Frá Mexíkó austur yfir Hondúras rís Sierra Madre-fjallgarðurinn. Handan láglendisins í Níkaragva rís svo fjallgarðurinn Cordillera Central, sem teygir sig austur með Kostaríka og Panama en lækkar síðan suður til Gatunvatns við Panamaeiðið, þar sem Panamaskurðurinn liggur. Kyrrahafsströnd Mið-Ameríku er mjög virkt eldfjallabelti, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru tíðir. Skýringuna má finna í flóknu samspili jarðskorpufleka í þessum heimshluta. Í hitabeltisregnskógumMið-Ameríku er að finna einstaklega fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf. Miðað við stærð landsvæðis er tegundafjöldi dýra og Mið-Ameríka tilheyrir heimsálfunni NorðurAmeríku. Hvaða lönd tilheyra þessumhluta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=