Um víða veröld - Heimsálfur

Heimsálfur

FYRIR LESTUR Áður en þú byrjar lesturinn •  Skoðaðu bókina vel, myndir, kort og gröf. • Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. • Um hvað fjallar bókin? • Hvað veist þú um efnið? LESTUR Á meðan þú lest • Finndu aðalatriðin. •  Skrifaðu hjá þér minnispunkta. •  Gott er að gera skýringarmyndir eða hugarkort. •  Spurðu um það sem þú skilur ekki, t.d. orð og orðasambönd. EFTIR LESTUR Eftir lesturinn • Rifjaðu upp það sem þú last. •  Veltu fyrir þér hvað eru aðalatriði og hvaða atriði skipta minna máli. •  Hugsaðu um það sem þú hefur lært og tengdu við það sem þú vissir áður. •  Reyndu að endursegja textann með eigin orðum. Um víða veröld – heimsálfur ISBN 978-9979-0-1631-1 © 2012 Höfundur: Hilmar Egill Sveinbjörnsson. © 2012 Kort og skýringamyndir: Jean-Pierre Biard. Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Yfirlestur á handriti: Ágúst Tómasson, grunnskólakennari. Árný Sveinsdóttir, grunnskólakennari. Birna Björnsdóttir, grunnskólakennari. Ólöf Ósk Óladóttir, grunnskólakennari. Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari. Karl Benediktsson, landfræðingur. Tryggvi Jakobsson, landfræðingur. Aðstoð við verkefni og fleira: Eygló Sigurðardóttir, grunnskólakennari. Davíð Stefánsson, íslenskufræðingur. Prófarkalestur: Þórdís Guðjónsdóttir. Ingólfur Steinsson. Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2012 2. útgáfa 2014 3. útgáfa 2021 Menntamálastofnun Kópavogur Útlitshönnun: Námsgagnastofnun Umbrot: Helga Tómasdóttir Prentvinnsla: Prentmet Oddi ehf. SVANSMERKIÐ Prentgripur 1234 5678

Heimsálfur

Lagt af stað í ferðalag 5 Lagt af stað í ferðalag............................................. 3 Heimsálfurnar............................................................. 6 Gróðurfar og landnýting...................................... 9 – Verkefni........................................................................ 11 Mannfjöldi.................................................................... 12 – Verkefni........................................................................ 17 Mannréttindi............................................................... 18 Höfum við nóg af vatni og mat?..................... 20 Samfélög ...................................................................... 22 – Verkefni........................................................................ 24 Landslag......................................................................... 29 – Verkefni........................................................................ 34 Landslag......................................................................... 39 – Verkefni........................................................................ 46 Indlandsskagi.............................................................. 48 Kína................................................................................... 50 Þriggja gljúfra stíflan............................................... 54 – Verkefni........................................................................ 57 Landslag......................................................................... 61 Sahara.............................................................................. 63 – Verkefni........................................................................ 68 Níl....................................................................................... 70 Austur-Kongó............................................................. 72 Suður-Afríka................................................................. 75 – Verkefni........................................................................ 79 Landslag......................................................................... 83 Frumbyggjar Norður-Ameríku......................... 90 – Verkefni........................................................................ 92 Bandaríkin..................................................................... 94 Mið-Ameríka................................................................ 98 Stóru- og Litlu-Antillaeyjar..................................101 Karíbahaf ......................................................................102 Kúba.................................................................................104 – Verkefni........................................................................106 Landslag.........................................................................111 Amason..........................................................................114 – Verkefni........................................................................121 Brasilía.............................................................................122 Forn menning í Perú og Bólivíu......................126 Argentína......................................................................128 – Verkefni........................................................................131 Landslag.........................................................................135 Ástralía............................................................................138 Frumbyggjar Ástralíu.............................................140 Kyrrahafseyjar.............................................................142 – Verkefni........................................................................146 Landslag.........................................................................150 – Verkefni........................................................................155 Auðlindanýting í hafinu.......................................156 Siglingar um heimshöfin.....................................160 – Verkefni........................................................................162 Atriðisorðaskrá ..........................................................164 Myndaskrá ...................................................................166 Maður og nátttúra 3 Evrópa 26 Asía 36 Afríka 58 Norður-Ameríka 80 Suður-Ameríka 108 Eyjaálfa 132 Suðurskautslandið – Antarktíka 148 Heimshöfin 156 Ferðalagið á enda 163 Efnisyfirlit

3 Maður og náttúra Maður og náttúra

4

5 Maður og náttúra Á olíuborpöllum sem eru mikil mannvirki er borað eftir olíu og jarðgasi á hafsbotni. Í vatnsaflsvirkjunum á Íslandi fer fram orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjafa. Ef jarðarbúar nýta auðlindir jarðar áfram eins og þeir gera í dag þurfa þeir 1,5 jörð. Þessi valkostur er ekki í boði og því nauðsynlegt að hugsa leið til sjálfbærrar þróunar. Samfélag Umhverfi Sjálfbærni Efnahagur

6 Heimsálfurnar Á jörðinni eru sex stór landflæmi sem skipt hefur verið upp í sjö heimsálfur. Asía er stærst, þá Afríka, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka, Suðurskautslandið (Antarktíka), Evrópa og Eyjaálfa sem er minnst. Hver heimsálfa er samfellt landflæmi, fyrir utan Evrópu og Asíu sem eru á sama meginlandi, enda er oft talað um Evrasíu. Landfræðilega má í raun líta svo á að Evrópa sé einn hinna stóru skaga sem ganga út úr Asíu. Oftast tilheyra eyjar þeirri heimsálfu sem þær eru næstar. Ólíkir lifnaðarhættir Lifnaðarhættir fólks geta verið mjög ólíkir eftir því hvar það býr á jörðinni. Til að skilja betur mismunandi lifnaðarhætti er mikilvægt að þekkja MEGINLAND Meginland er stórt landflæmi umkringt sjó þar sem jarðskorpan er þykk. Það er viðurkennd hugmynd að meginland sé stærra en eyja. Höf jarðar þekja um 71% af yfirborði hennar. Hin 29% samanstanda af heimsálfunum 7 og eyjunum sem tilheyra þeim. SUÐURHAF

7 Maður og náttúra loftslag, gróðurfar og náttúruauðlindir sem fólk býr við. Efnahagur landa, stjórnarfar, trúarbrögð og hefðir skipta einnig miklu máli. Loftslag gegnir veigamiklu hlutverki í tengslum við híbýli fólks. Á Íslandi þurfum við upphituð hús en í hitabeltinu þurfa íbúarnir að skýla sér fyrir sól, hita og regni. Þar getur skipt máli að vindurinn geti blásið í gegnum híbýlin. Atvinnuhættir hafa einnig mótast af ólíku loftslagi og náttúruauðlindum. Þar sem loftslagið hentar ræktun getur fólk stundað kvikfjárrækt og jarðyrkju og þar semmálmar, kol og olía finnast í jörðu eða mikið er um skóglendi er hægt að stunda iðnað. Í Malí í Afríku þar sem heitt er allt árið um kring skiptir ekki öllu máli þótt vindar leiki um híbýli fólks. Í Kulusuk á Grænlandi þurfa húsin hins vegar að vera vel þétt fyrir veðri og vindum enda allt annað loftslag þar en í Afríku.

8 Fátækir og ríkir Stór hluti mannkyns býr við fátækt og hefur varla í sig og á. Auk þess búa margir við skort á hreinu vatni og hafa ekki aðgang að menntun og heilsugæslu. Þeir sem búa í auðugum löndum lifa flestir við allsnægtir, ef svo má að orði komast. Þar er matvæla- og iðnframleiðsla mikil, bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Í slíkum löndum er menntun góð, þar er að finna vönduð sjúkrahús og mikil þægindi. Í ríkum löndum getur efnamunur þó verið mikill á milli íbúanna, þar sem sumir geta verið forríkir en aðrir lifað við fátækt. Hversu gott íbúarnir hafa það fer líka eftir stjórnarfari og því hvernig valdinu er dreift. Saga lands getur einnig haft mikið að segja. Í stríðshrjáðum löndum og mörgum fyrrum nýlendum eru íbúar yfirleitt fátækari en annars staðar. Evrópa, Norður-Ameríka, Ástralía og svæði í Austur-Asíu, t.d. strandhéruð Austur-Kína og Japan, eru meðal auðugustu svæða á jörðinni. Fátæku löndin er flest að finna í Afríku og Asíu. Einnig eru víða um heim fátæk svæði innan stærri ríkisheilda. Talið er að um 20% af jarðarbúum noti um 80% af náttúruauðlindum jarðar. Hverjir skyldu það vera? Er slík skipting réttlát? Víða í stórborgumer fátækt mikil. Þar býr sífellt stækkandi hópur fólks við sára fátækt eins og þessi börn í Kolkata á Indlandi.

9 Maður og náttúra Gróðurfar og landnýting Mismunandi gróðurfar er ásamt ýmsu öðru grundvöllur ólíkra atvinnu- og framleiðsluhátta. Sem dæmi má nefna barrskógabeltið þar sem skógurinn er hráefni til pappírs- og timburframleiðslu. Sá sem þekkir gróðurbelti jarðar og það sem einkennir þau ætti að hafa góða hugmynd um lífskjör manna í ólíkum heimshlutum. Gróðurfari jarðar má skipta gróflega í freðmýrar, skóga, grassléttur og eyðimerkur. Stærstu freðmýrasvæðin eru í Norður-Kanada og Rússlandi. Þar hafa m.a. Inúítar, Samar og fleiri þjóðflokkar búið öldum saman og lifnaðarhættir þeirra ráðist af náttúrulegum aðstæðum. Skógum jarðar er skipt í barrskóga, laufskóga og hitabeltisregnskóga. GRASSLÉTTUR Grassléttur eru líka oft nefndar gresjur eða graslendi. Á þessu korti má sjá skiptingu gróðurfars í heiminum. Ef þú berð gróðurkortið saman við loftslag eða landslag sérðu skýrt samhengi milli þessara þátta.

10 Búsetamanna í barrskógabeltinu er strjál sökumþess að þar er jarðvegurinn næringarsnauður og erfitt er að rækta korn og aðrar nytjaplöntur. Auður barrskóga felst í timbur-, trjákvoðu- og pappírsframleiðslu. Einungis búa um 2–3% jarðarbúa í barrskógabeltinu. Í dag er hvergi að finna víðáttumikil svæði með upprunalegum laufskógi. Skógurinn hefur víðast verið höggvinn niður og frjósömu landinu breytt í landbúnaðarsvæði þar sem stunduð er akuryrkja og kvikfjárrækt. Þótt laufskógabeltið þeki ekki stóran hluta af þurrlendi jarðar býr þar um helmingur jarðarbúa. Stærstu regnskógar á jörðinni eru í vesturhluta Afríku við miðbaug og á Amason-svæðinu í Suður-Ameríku. Einnig eru regnskógar í suðausturhluta Asíu. Maðurinn hefur átt erfitt með að búa í loftslagi hitabeltisins þar sem rakinn og hitinn er mikill. Íbúar hitabeltisregnskóganna eru því fáir í samanburði við önnur svæði jarðarinnar. Grasslétturnar skiptast í steppu og savanna og á þeim er jarðvegurinn sjálfur mikilvægasta náttúruauðlindin. Steppur eru víðáttumiklar grassléttur sem þekja stór svæði í öllum heimsálfum. Steppur eru hentugar til búsetu. Fyrst voru þær vinsælar til veiða, síðar stundaði maðurinn þar kvikfjárrækt og loks jarðyrkju en jarðvegur á steppunum er oftast þykkur, frjósamur og næringarefnaríkur. Á savanna-svæðunum (staktrjáasléttunum) í Austur-Afríku er fjöldi stórra og villtra dýra einna mestur í heiminum. Dýralífið á savanna-svæðum Austur-Afríku hefur gert þau að vinsælum áfangastöðum ferðamanna. Maðurinn hefur búið í eyðimörkum í þúsundir ára, þrátt fyrir erfið skilyrði. Þar má bæði finna fólk með fasta búsetu og fólk sem lifir hirðingjalífi. Eyðimerkur semþekja um 30% af þurrlendi jarðar hafa mjög fjölbreytt landslag. VISTSPOR Vistspor er mæliaðferð sem notuð er til að skoða hversu hratt maðurinn nýtir auðlindir jarðar. Með vistsporinu er hægt að meta hversu mikið af jörðinni, eða hversu margar jarðir, mannkynið þyrfti ef allir fylgdu ákveðnum lífsstíl. Í hitabeltisregnskógum er gróður þéttur og fjölbreyttur og því erfitt að komast leiðar sinnar. Regnskógar hafa reynst mönnum erfiðir til búsetu. Freðmýrar eru harðbýl og tegundasnauð svæði. Þrátt fyrir það hafamenn aðlagast og búið þar öldum saman. Eitt það erfiðasta við að búa í eyðimörk er skortur á vatni. Því takmarkast búseta þar að stórumhluta við vinjar. Einungis lítill hluti eyðimarka í heiminum er sandur.

11 • Maður og náttúra Verkefni Kort 1. Skoðaðu heimskort og reyndu að sjá út hlutföll lands og vatns. 2. Hver eru stærstu hafsvæðin? En heimsálfurnar? Raðaðu álfunum í stærðarröð. 3. Notaðu netið til að finna ólíkar tegundir af heimskortum. Á sumum þeirra er Evrópa fyrir miðju, á öðrum þeirra önnur heimssvæði. Hvernig stendur á því? 4. Hvar eru stærstu barrskógasvæðin í heiminum? Í hvaða löndum er þau að finna? 5. Hvar í heiminum eru stærstu regnskógarnir? 6. Í hvaða gróðurbelti eru eftirtalin lönd að stærstum hluta? a. Ástralía b. Kína c. Suður-Afríka Finndu svarið 7. Í hvaða tvo f lokka má skipta landafræðinni og hver er munurinn á þeim f lokkum? 8. Í hvaða þrjá f lokka er venjan að skipta auðlindum? Nefndu dæmi um auðlindir sem tilheyra hverjum f lokki. 9. Hvernig skilurðu hugtakið sjálfbær þróun? 10. Hvað er meginland? 11. Útskýrðu hvað er auðlind. Umræður 12. Hvað finnst þér áhugaverðast að læra í landafræði? 13. Hvaða heimsálfu myndir þú helst vilja heimsækja? Hvers vegna? 14. Hvers vegna ætli fátækustu ríki heimsins séu í Afríku og Asíu? 15. Hvað getum við gert til að vernda auðlindir? 16. Um hvaða gróðurbelti heldurðu að erfiðast sé að ferðast? Hvers vegna? 17. Skoðaðu skólastofuna og skráðu allt sem búið er til úr trjám. Hvaða annað efni hefði verið hægt að nota? Viðfangsefni 18. Rökræður. Skiptið í tvö lið, með og á móti skiptingu auðlinda heimsins eins og hún er í dag. 19. Hvernig geta fátæk lönd komið sér út úr fátækt sinni? Geta þau gert það upp á eigin spýtur eða þurfa þau aðstoð ríkari þjóða heimsins? 20. Niðurstöður útreikninga á vistspori Íslendinga eru sláandi skv. rannsókn Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur, dósents við Háskóla Íslands. Þar kemur fram að það þyrfti 21 jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og við. a. Hvaða lausnir sjáið þið til að snúa þessari þróun við? b. Gerið könnun í bekknum á því hvað er endurunnið á heimilum bekkjarfélaganna. • Dagblöð/ tímarit • Plastumbúðir • Pappír • Rafhlöður • Pappi • Föt • Málmar • Timbur • Fernur • Garðaúrgangur • Drykkjarumbúðir, skilagjaldskyldar • Húsbúnaður og f leira í nytjagáma • Steinefni t.d. byggingarúrgangur • Lífrænn úrgangur á heimili c. Gerið síðan myndræna útfærslu á niðurstöðum ykkar. Ísland 21. Í hvaða gróðurbelti er Ísland að stærstum hluta? 22. Hverjar eru auðlindir Íslendinga? Eru auðlindir okkar endurnýjanlegar? Óendurnýjanlegar? Endurnýjanlegar með takmörkunum? 23. Hvernig eru aðstæður okkar ólíkar þeim sem aðrar þjóðir búa við, t.d. í Malaví? 24. Hvað geta Íslendingar gert til að hjálpa þeim sem minna mega sín í heiminum?

12 Mannfjöldi Tölur um fjölda íbúa geta sagt okkur margt um lífið á hverjum stað eða í landinu sem um ræðir. Er þar t.d. þéttbýlt eða strjálbýlt? Hvað með aðgang að auðlindum, s.s. mat, vatni og orku? Hér má sjá dreifingu fólks um jörðina. Um helmingur jarðarbúa býr á aðeins um 5% af þurrlendi jarðar og ef við skoðumstærri hluta þá búa 90% jarðarbúa á 20%af þurrlendinu. Af hverju gæti þessi ójafna dreifing stafað?

13 Maður og náttúra Íbúar jarðarinnar Það sem hefur einna mest áhrif á fólksfjölda er framboð á fæðu. Þegar forfeður okkar voru uppi fyrir 150.000–200.000 árum takmarkaðist fólksfjöldinn, rétt eins og nú, við möguleikana á að nýta sér landsins gæði. Fyrstu mennirnir voru veiðimenn og safnarar sem lifðu á því að safna öllu sem náttúran á hverjum stað gaf af sér. Menn flökkuðu um landsvæði í fæðuleit og samfélögin voru ekki stór. Talið er að mannkynið hafi ekki farið mikið yfir 15 milljóna markið áður en akuryrkjan kom fram fyrir u.þ.b. 10.000 árum. Með akuryrkju batnaði lífsafkoman til muna og fæðuöflun varð öruggari. Fólki tók að fjölga verulega og samfélögin urðu flóknari. Ekki þurftu allir að vinna við að afla fæðunnar og því kom fram ýmiskonar sérhæfing innan samfélaga og nýjar starfsstéttir urðu til. Mannkyninu tók að fjölga mikið frá því sem var í veiðimanna- og safnarasamfélaginu. En akuryrkjunni voru líka ákveðin takmörk sett. Næsta stökk í mannfjölda varð með iðnbyltingunni á 18. öld. Þá náðu menn með áhrifaríkum hætti að brauðfæða mun fleira fólk en áður þekktist, m.a. með aukinni matvælaframleiðslu. Sprenging varð í fólksfjölda. Allt frá fyrstu árum iðnbyltingarinnar hafa framfarir í tækni gert okkur kleift að fæða sífellt stækkandi mannfjölda. Læknavísindin hafa einnig átt stóran þátt í fólksfjölguninni. Á línuritinu hér fyrir ofan má sjá hvernig mannkyninu hefur fjölgað frá því um 1700. Mannfjöldaþróun í heiminum frá því um 1700. Um aldamótin 1900 fer íbúum jarðar að fjölga hratt. Hver gæti ástæðan verið og hvert stefnir þessi þróun?

14 Að fylgjast með mannfjölda Gögn um mannfjölda gefa okkur ýmsar vísbendingar sem geta reynst okkur gagnlegar. Þegar fylgst er með mannfjölda er ekki einungis verið að fylgjast með fjöldanum heldur einnig með samsetningu þjóða hvað snertir aldur og kyn. Þessar upplýsingar geta nýst til að leita lausna á þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun eða fólksfækkun og breytingum á samsetningu þjóða. Áhrifamesta aðferðin við manntal er að halda nákvæma skrá yfir fæðingar, dauðsföll og flutninga til og frá landi. Í mörgum löndum eru slíkar skrár ekki til og þar er stuðst við áætlanir. Hjá fjölmennari þjóðum getur þess konar manntalsaðferð líka verið afar erfið í framkvæmd. 1975–2000 1975–2000 Með Brandt-línunni er reynt að skipta löndum heimsins eftir efnahagslegu ástandi. HIV HIV er skaðleg veira í mönnum sem getur valdið alnæmi.

15 Maður og náttúra Til að geta lýst fólksfjöldabreytingum á tilteknu svæði þarf að þekkja nokkur hugtök. Fæðingartíðni segir til um það hversu margir fæðast á hverja þúsund íbúa á ári og er hún mæld í prómillum‰. Þar sem fæðingartíðni er 10‰á hverja þúsund íbúa fæðast árlega 10 börn. Dánartíðni segir að sama skapi til um það hversu margir deyja á hverja þúsund íbúa á ári. Ef fæðingartíðni er meiri en dánartíðni merkir það að fleiri fæðast en deyja og þá myndast ástand sem kallað er náttúruleg fólksfjölgun. Ef dánartíðni er hærri en fæðingartíðni verður náttúruleg fólksfækkun. Búferlaflutningar fólks á aðra staði eða til annarra landa hafa líka áhrif á íbúafjölda. Þegar fólk flyst úr landi er talað um brottflutning en aðflutning þegar fólk flytur til lands. Í mörgum Evrópuríkjum hefur dregið mjög úr fæðingartíðni á sama tíma og meðalævilengd hefur hækkað. Meðalævilengd gefur til kynna hversu háum aldri má ætla að nýfætt barn sem fæðist í tilteknu landi nái. Í mörgum Evrópuríkjum hefur þessi þróun valdið því að íbúum fer fækkandi á sama tíma og þjóðirnar eldast. Óvenju hátt hlutfall þjóðarinnar er á gamals aldri og stöðugt fækkar þeim sem eru á vinnualdri. En það er fleira en bara fæðingartíðnin sem getur haft áhrif á samsetningu íbúa. Í mörgum löndum Afríku sunnan Sahara má sjá hvernig HIV veiran hefur haft mikil áhrif á íbúasamsetninguna. Í löndum eins og Lesótó og Malaví er hátt hlutfall barna og gamalmenna og fólki á vinnualdri hefur fækkað verulega vegna þess hversu margir hafa látist úr alnæmi. Slíkar breytingar geta haft víðtæk áhrif á afkomu og möguleika þjóða til framtíðar. Í Kínamá sjá aðra þróun, því þegar kynjasamsetning þjóðarinnar er skoðuð má greina þar áhrif svokallaðrar eins barns stefnu stjórnvalda. Til að stemma stigu við mikilli fólksfjölgun ákváðu kínversk stjórnvöld að takmarka þann fjölda barna sem hvert par mátti eignast við eitt barn. Einhverjar tilslakanir hafa þó verið gerðar og þá aðallega í sveitum landsins. Hér má sjá tímaskeið mannfjöldaþróunar. Á fyrsta skeiði var fæðingartíðni há og dánartíðni sömuleiðis. Á öðru skeiði hélst fæðingartíðni enn há en dánartíðni snarlækkaði, m.a. vegna framfara í læknavísindum og bættra lífskjara. Á þriðja skeiði lækkaði fæðingartíðni mikið og dánartíðni hélst lág. Á fjórða skeiði er fæðingar- og dánartíðni lág. Rauða svæðið sýnir fólksfjölgun, það er að segja mismun fæðingar- og dánartíðni. Aldurspíramídar sýna fjölda karlaog kvenna í mismunandi aldurshópum. Með því að rýna í mannfjöldapíramída má lesa ýmislegt – um íbúasamsetningu þjóða. Þar má t.d. sjá í hvaða aldurshópum flestir íbúar eru, hverjir lifa lengur, karlar eða konur og hvort meira er um ungt fólk eða gamalt. Ef við berum saman Lesótó og Ísland má t.d. sjá að meðal ævilíkur eru mun meiri á Íslandi. Hvað fleira má lesa úr píramídunum? X-ásinn táknar hlutfall í hverjum aldurshópi. 90 ára og eldri 85–89 ára 80–84 ára 75–79 ára 70–74 ára 65–69 ára 60–64 ára 55–59 ára 50–54 ára 45–49 ára 40–44 ára 35–39 ára 30–34 ára 25–29 ára 20–24 ára 15–19 ára 10–14 ára 5–9 ára 0–4 ára ‰

16 Hvar búum við? Aðgangur að vatni, loftslag sem hæfir ræktun og manninum sjálfum og frjósamur jarðvegur eru þau atriði sem skapa lífvænlegt umhverfi og góð búsetusvæði. Dæmi um slík svæði eru dalir, framburðarsléttur stórfljóta og strandsvæði. Þegar búseta mannsins er skoðuð kemur líka í ljós að þéttbýlustu svæðin hafa alltaf verið þau svæði þar sem þessir eiginleikar eru fyrir hendi. Á okkar dögum býr sífellt fleira fólk í þéttbýli og er talið að um helmingur jarðarbúa búi nú í þéttbýli. Þéttbýlasta svæði jarðarinnar er í Kína þar sem borgirnar Hong Kong, Shenzhen og Guangzhou mynda svæði með um 120 milljón íbúum. Á Indlandi eru tvær þéttbýlustu borgirnar við ströndina; Mumbai á vesturströndinni og Kolkata á austurströndinni. Karachi í Pakistan, sem fylgir þessum tveimur borgum fast eftir að íbúaþéttleika, er einmitt við árósa Indusfljótsins. Þannig má sjá að þótt miklar breytingar hafi orðið á lifnaðarháttum mannkyns býr langstærstur hluti þess við ströndina og við stærstu og frjósömustu árnar. Stór svæði heimsins eru óbyggð. Þriðjungur af þurrlendi jarðar er algjörlega óbyggður og eru margar ástæður fyrir því. Ekki er hægt að byggja jökla og algerar eyðimerkur. Það er ekki ákjósanlegt að búa þar sem loftslag er of þurrt, of kalt, of heitt eða þar sem er of úrkomusamt. Fjalllendi og bratti hamla líka búsetu og þau svæði þar sem jarðvegur er þunnur eða ófrjósamur bjóða heldur ekki upp á vænlega lífsafkomu. Þetta þýðir þó ekki að fólk búi ekki á svæðum sem eru illbyggileg. Kína er fjölmennasta ríki heims, þar býr tæplega 1/5 hluti mannkyns.

17 Maður og náttúra Verkefni Kort 1. Hvar er þéttbýlustu svæði heims að finna? En þau strjálbýlustu? 2. Hvaða heimsálfa er þéttbýlust? Hvað útskýrir það? 3. Hvaða heimsálfa er strjálbýlust? Hvað útskýrir það? 4. Finndu þéttbýl svæði meðfram stórf ljótum á korti. 5. Notaðu aldurspíramídana á bls. 15 til að vinna með. Hvað einkennir þessa píramída? Í hvaða aldurshópi eru f lestir jarðarbúar? En fæstir? Hvað skýrir ólíka lögun píramídanna? 6. Ef þú mættir velja einn stað á jörðinni til að búa til borg með milljón íbúum, hvar myndir þú staðsetja borgina og hvers vegna? Hvað þarf til að borg myndist? Finndu svarið 7. Hvað hefur mest áhrif á fólksfjölgun í heiminum? 8. Hvað einkennir þéttbýlustu svæði heimsins? Hvernig er jarðvegur og umhverfi á þeim svæðum? 9. Hvað er Brandt-línan? 10. Veldu eitt af eftirfarandi hugtökum og útskýrðu. a. Fæðingartíðni b. Dánartíðni c. Náttúruleg fólksfjölgun d. Brottf lutningur e. Meðalævilengd Umræður 11. Hvað er hægt að gera til að stemma stigu við offjölgun mannkyns? 12. Hvernig er hægt að leysa fátækt og hungur í Afríku og víðar? 13. Í f lestum löndum eru f leiri konur en karlar. Hvernig stendur á því? Í Kína er þessu samt öfugt farið. Af hverju? 14. Af hverju verður hver kona að eiga f leiri en tvö börn til að ekki verði fólksfækkun í heiminum? 15. Af hverju fæðast f leiri börn í efnaminni löndum? 16. Hvað þarf til að hægt sé að búa í regnskógum Amason, í Atacamaeyðimörkinni, á túndrum Síberíu, í Alaska og á Arabíuskaga? 17. Er hægt að tala um að mannkynið sé auðlind eða byrði á jörðinni? Viðfangsefni 18. Gerið graf yfir það hvernig fólki hefur fjölgað á Íslandi frá árinu 1703. Upplýsingar má finna á www.hagstofa.is 19. Hvaða áhrif hefur það á vinnumarkaðinn ef allt unga fólkið f lytur burt og vinnuaf lið eldist? 20. Búið til fréttaskýringarþátt um offjölgun mannkyns á jörðinni og takið upp á myndband. Ísland 21. Hvers vegna heldur þú að f lestir á Íslandi búi á höfuðborgarsvæðinu? 22. Hvernig er aldurssamsetning íbúa á Íslandi? Sjá www.hagstofa.is 23. Hvað segja mannfjöldaspár að Íslendingar verði margir árið 2020? En árið 2030? Sjá www.hagstofa.is 24. Hvernig eru lífskjör fólks á Íslandi? Berðu þau saman við tvær eða þrjár ólíkar þjóðir.

18 Mannréttindi Öll höfum við einhverja tilfinningu fyrir því hvað okkur finnst rétt og rangt í samskiptum manna á milli. Sú tilfinning er þó breytileg frá einum einstaklingi til annars og tekur mið af þeirri menningu sem við búum í og hvernig samfélagið hefur mótað viðhorf okkar. Hugmyndir fólks um mannréttindi hafa tekið breytingum í tímans rás. Með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem sett var fram árið 1948, urðu straumhvörf í mannréttindamálum. Þar er m.a. getið um bann við pyntingum og víðtæk réttindi til lífs, frelsis, mannhelgi, skoðanafrelsis og jafnréttis. Mikilsvert er að muna að grundvallarmannréttindi eru áunnin réttindi og þeim er því hægt að tapa sé ekki staðinn vörður um þau. Mannréttindi hafa haldið áfram að þróast frá 1948 og hefur þeim verið skipt upp í þrjár kynslóðir. • Til fyrstu kynslóðar mannréttinda teljast borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi okkar. Dæmi um slík réttindi eru að allir menn fæðast frjálsir, að við höfum skoðanafrelsi og að engum sé mismunað, t.d. vegna kynferðis, litarháttar eða trúar. • Til annarrar kynslóðar mannréttinda er réttur okkar til menntunar, húsnæðis, heilbrigðisþjónustu og mannsæmandi lífsskilyrða. • Til þriðju kynslóðar mannréttinda teljast svokölluð samstöðuréttindi, t.a.m. réttur til friðvænlegs umhverfis og réttur komandi kynslóða til óspilltrar náttúru. Fyrsta kynslóð mannréttinda er sú sem víðast hvar er virt en sú þriðja nýtur enn sem komið er hvað minnstrar viðurkenningar. Flest lönd í heiminum hafa skrifað undir Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en einnig eru til staðbundnir samningar um mannréttindi líkt og Mannréttindasáttmáli Evrópu og Mannréttindasáttmáli Ameríkuríkja. Staðbundnum mannréttindasáttmálum fylgja jafnframt dómstólar sem fjalla um mál þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið. Þá hafa einnig verið settir á fót sérstakir dómstólar sem fjalla um víðtæk mannréttindabrot sem flokkuð hafa verið sem brot gegn mannkyni. Má þar nefna þjóðernishreinsanir í Rúanda árið 1994, þar sem um 800.000 manns voru myrtir, og stríðið í fyrrum Júgóslavíu sem stóð yfir frá árinu 1991–1995 þar sem tugir þúsunda voru myrtir. Annað dæmi um mannréttindabrot er mansal. Mansal er það þegar fólk, jafnt konur, karlar og börn, er selt í hagnaðarskyni. Mansal er því ÞJÓÐERNISHREINSANIR Í þjóðernishreinsunum er markmiðið að hreinsa ákveðin svæði af fólki af öðru þjóðerni eða uppruna með því að myrða það kerfisbundið. Kerti vafin í gaddavír eru einkennistákn alþjóðlegumannréttindasamtakannaAmnesty International.

19 Maður og náttúra glæpsamlegt atferli. Fórnarlömb mansals eru látin vinna ýmiskonar vinnu, sum eru seld í nauðungarvinnu í verksmiðjum en meirihluti fórnarlamba er seldur í kynlífsþrælkun. Börn eru seld mansali, stundum til vinnu, sum til ólöglegra ættleiðinga og sum eru neydd til hermennsku eða í vændi. Erfitt er að áætla hversu mörg fórnarlömb mansals eru en þó hafa Sameinuðu þjóðirnar miðað við að á hverjum tíma séu þau nokkrar milljónir. Í sumum ríkjum er sjaldan farið eftir þeim mannréttindasáttmálum sem ætti að virða. Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki í að efla grundvallarviðurkenningu samfélaga fyrir almennum mannréttindum.

20 Höfum við nóg af vatni og mat? Vatn Vatn er eitt þýðingarmesta efnið á jörðinni þar sem allt líf er háð vatni. Góð lífskjör fólks byggjast á því að aðgengi að vatni sé gott enda hafa menn ávallt tekið sér búsetu þar sem hreint og ferskt vatn er til staðar. Við þurfum vatnið ekki einungis til drykkjar heldur einnig til að brynna skepnum og vökva gróðurinn. Við getum einfaldlega ekki lifað án vatns. Hjá Íslendingum telst það sjálfsagður hlutur að hafa aðgang að góðu vatni í miklu magni, enda búum við í landi þar sem úrkoma er mikil. Allt annað ástand ríkir víða í heiminum þar sem íbúarnir þurfa ýmist að kljást við vandamál vegna þurrka eða flóða. Á þurrkasvæðum getur vatnsskorturinn skapað mikil vandamál sem verða sífellt erfiðari viðureignar. Nú á dögum hefur stór hluti mannkyns ekki aðgang að hreinu vatni og árlega deyja milljónir manna úr sjúkdómum sem berast með menguðu vatni. Stærstur hluti þeirra sem deyja eru börn undir fimm ára aldri. Fljót, bæði stór og smá, renna í gegnummörg ríki. Vatnið úr þeim er notað sem neysluvatn á heimilum, í landbúnaði og iðnaði. Með fólksfjölgun og bættum lífskjörum nota menn sífellt meira vatn. Aukin samkeppni um vatnið getur aftur leitt til alvarlegra árekstra á milli þjóða. Þessi stelpa í Súdan þarf að fara um langan veg til að sækja vatn. Yfirleitt er það hlutskipti kvenna og barna að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Aðgengi að hreinu vatni eins og þessi mynd gefur í skyn er ekki eins sjálfsagt og margir halda.

21 Maður og náttúra Í fátækari löndum heims verður fólk oft að gera sér að góðu það litla sem í boði er, það er ekki meira til skiptana. Matur Matur er fólki lífsnauðsynlegur alla daga til að lifa af. Matarvenjur eru þó ólíkar eftir svæðum og heimshlutum, allt eftir því hvaða fæðu er hægt að afla á hverjum stað, með veiðum eða ræktun. Loftslag og jarðvegur ráða mestu um skilyrði til ræktunar. Hrísgrjón er einungis hægt að rækta á heitum og rökum svæðum en kartöflur er best að rækta við svalar og rakar aðstæður. Meira en milljarður mannkyns, eða um einn sjötti jarðarbúa, fær ekki nægju sína af mat daglega. Margir af þeim lifa við hungur þar sem þeir hafa ekki fengið nægju sína af mat í langan tíma. Þetta þýðir að í kvöld fara margir svangir að sofa. Í raun þarf þetta ekki að vera svona, þar sem matvælaframleiðsla í heiminum nægir til að brauðfæða alla jarðarbúa og rúmlega það. En aðgangur að mat er ekki réttlátur. Á Vesturlöndum er miklu fleygt af mat á meðan hann sárvantar annars staðar. LÍFRÆN RÆKTUN Svo ræktun geti talist lífræn er hvorki notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. AÐ BRAUÐFÆÐA Að brauðfæða er að geta séð einhverjum fyrir mat. Á Vesturlöndum er víða ofgnótt matar og er ekki óalgengt að matarborð svigni undan kræsingum.

22 Samfélög Þjóð Hvað er þjóð? Þeir sem hafa reynt að skilgreina hugtakið þjóð telja að þjóðir jarðar séu á bilinu þrjú til fimm þúsund. Í skilgreiningunni er gengið út frá því að tungumál, menning, saga og trú sameini hópa og greini þá um leið frá öðrum hópum. Önnur skilgreining gerir ráð fyrir því að þjóðir séu ímynduð samfélög sem eiga ímyndaðan sameiginlegan uppruna, skyldleika, samstöðu og sögu sem þjóna pólitískum og efnahagslegum markmiðum. Til að sameina ólíka þjóðfélagshópa innan landamæra reyna stjórnvöld að skapa ákveðna þjóðerniskennd meðal íbúa þjóðríkisins. Sums staðar hefur það tekist með ágætum en annars staðar hefur það haft skelfilegar afleiðingar þar sem sundurleitar þjóðir hafa verið neyddar undir hatt eins ríkis. Menning Menning er það sem maðurinn skapar og gerir og er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Menning er sívirkt afl frá degi til dags sem mótar einstaklinginn, hugsun hans og hegðun. Þannig gerir menningin okkur að þeim sem við erum. Hluti af menningu er t.d. tungumálið sem við tölum, trúarbrögðin sem við MANNHYGGJA Með mannhyggju er átt við að maðurinn sjálfur, með breytni sinni og hegðun, sé örlagavaldur síns eigin lífs; sinn eiginn gæfusmiður. ÞJÓÐERNI Þjóðerni er það að vera af ákveðinni þjóð. Eitt helsta stolt og sameingartákn hverrar þjóðar er þjóðfáninn. Litirnir í íslenska fánanum tákna fjallablámann, ísinn og eldinn.

23 Maður og náttúra iðkum, listir sem við stundum, afþreying sem við höfum skapað okkur (t.d. tónlistin sem við hlustum á), maturinn sem við borðum, fatatískan, bækur sem við lesum, íþróttagreinar sem við stundum og fylgjumst með og svo mætti lengi telja. Menningararfur Íslendinga er t.d. torfbæir og þorrablót þar sem hákarl, slátur og súr matur er á borðum. Eins eru bárujárnshús, kokteilsósa, Björk og Stundin okkar hluti af íslenskri menningu og ekki má gleyma náttúrunni, hreina loftinu og vatninu. Á sama hátt og menning Íslendinga skapar þjóðarstolt okkar skapar önnur menning og aðrir siðir stolt annarra þjóða. Þennan fjölbreytileika ber að virða. Fjölmenning eða viðhald menningarlegrar fjölbreytni innan þjóðríkis nýtur vaxandi vinsælda og mörg þjóðfélög verða sífellt fjölmenningarlegri. Þannig er t.d. talað umborgina New York sem suðupott menningarstrauma þar sem margir ólíkir menningarstraumar víðs vegar að úr heiminum koma saman. Þegar ólíkir menningarstraumar mætast skapast eitthvað nýtt í menningunni sem fyrir var. Ferðaþjónusta og fjölmiðlar hafa haft í för með sér að nánast ekkert þjóðfélag er ósnert af utanaðkomandi áhrifum. Vörur, tækni og afþreying hafa t.d. dreifst umallan heimog haft mikil áhrif langt út fyrir upprunasvæði sín, s.s. bandarískar Hollywood-myndir, indverskar Bollywood-myndir, japanskt sushi, ítölsk pitsa og súrsæt sósa frá Kína. Þegar fólk ferðast eða flytur á milli landa fylgja því einnig siðir og kunnátta sem hafa áhrif á samfélagið sem flutt er til. 1055 Kínverska 760 Enska 490 Hindí 417 Spænska 277 Rússneska 230 Bengalí 225 Arabíska 215 Portúgalska 172 Franska 128 Japanska 0 200 400 600 800 1000 1200 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 #REF! #REF! Kínverska Enska Hindí Spænska Rússneska Bengalí Arabíska Portúgalska Franska Japanska 1200 1000 800 600 0 0 MÆLENDAFJÖLDI Í MILLJÓNUM Heimurinn er ætlaður okkur öllum. Sama hvaðan við erum eða hvernig við lítum út.

24 Verkefni Kortaverkefni 1. Farðu á netið, t.d. www.globalis.is/heimskort og skoðaðu eftirfarandi: a) Í hvaða löndum gæti vatnsskortur orðið viðvarandi í framtíðinni? b) Hvaða trúarbrögð eru algengust í stærstu heimsálfunum? c) Í hvaða löndum er mest hungur? 2. Hvaða tungumál er útbreiddast? 3. Skoðaðu útbreiðslu trúarbragða. Hvaða trúarbrögð eru algengust í stærstu heimsálfunum? Finndu svarið 4. Hvað felst í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna? Eru einhver mannréttindi sem þér finnst vanta? 5. Hverjar eru hinar þrjár kynslóðir mannréttinda og hver eru að þínu mati mikilvægustu mannréttindin? 6. Hvað eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna? 7. Útskýrðu hugtakið þjóðerniskennd. 8. Hvað er átt við með orðinu mansal? Flest ef ekki öll trúarbrögð hafa sitt trúartákn. Krossinn er trúartákn kristinna manna.

25 • Maður og náttúra Umræður 9. Hvað er átt við þegar talað er um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi okkar? 10. Ef allir jarðarbúar væru sömu trúar þá … (ljúktu við setninguna, segðu þína skoðun). 11. Aðgengi fólks að hreinu vatni er lífsnauðsynlegt. Af hverju? 12. Hvað getum við gert til að spara vatn og stuðla að ábyrgri vatnsneyslu? Viðfangsefni 13. Hvað eru mannréttindabrot? Finndu dæmi um mannréttindabrot í heiminum og kynntu fyrir samnemendum þínum. 14. Berið saman hitaeininganeyslu ríkja í þróunarlöndum og iðnríkjunum. 15. Útskýrið hringrás vatnsins með ykkar aðferð, t.d. með myndbandi, veggspjaldi eða með öðru móti. 16. Skráið hjá ykkur allt vatn sem þið notið á hverjum degi í eina viku (sturta, drykkir, salerni o.f l.). 17. Kynnið ykkur með hvaða aðferðum vatn er hreinsað. 18. Búið til hugarkort um vatn og notkun vatns. 19. Búið til fimm spurningar þar sem svarið er „vatn“. 20. Finnið dæmi um hvar hefur tekist vel að sameina þjóðir undir hatt eins ríkis og hvar það hefur ekki tekist eða jafnvel haft skelfilegar af leiðingar. 21. Veljið eitt af eftirtöldu og búið til skjákynningu eða veggspjald sem útskýrir hugtakið. a. Þjóð b. Menning c. Mannréttindi 22. Veljið nokkur atriði úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ykkur finnst mikilvæg. Kynnið fyrir bekknum. 23. Hvaða stofnanir þekkið þið sem berjast fyrir mannréttindum í heiminum? 24. Útskýrið þjóðernishreinsanir og finnið dæmi (t.d. Gyðingar, Rúanda, Júgóslavía, Kosovó, Palestína). 25. Skiptið hópnum í tvennt. Hver hópur býr til 5–6 spurningar úr kaf lanum sem byrja á: „Hvers vegna …?“ Hinn hópurinn svarar svo spurningunum. 26. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að allir hafi nóg að borða. Skiptið ykkur í hópa: a. Hópurinn kemur með a.m.k. fimm tillögur um það hvernig hægt er að útrýma hungri í heiminum b. Skrifið kosti og galla þessara lausna. c. Forgangsraðið lausnunum. d. Kynnið fyrir bekknum. 27. Veljið einn af eftirtöldum þáttum úr heimsmarkmiðunum og búið til stuttan leikþátt. a. Engin fátækt b. Menntun fyrir alla c. Jafnrétti kynjanna d. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða e. Ábyrg neysla f. Friður og réttlæti Ísland 28. Hvernig telur þú að staða mannréttinda sé á Íslandi? 29. Hafa unglingar á Íslandi einhverjar skyldur? Hvaða skyldur hafið þið í bekknum? 30. Hvert á barn að leita hér á Íslandi ef það telur brotið á rétti sínum? 31. Hvaða tungumálaf lokki tilheyrir íslenska? 32. Hvaða trúarbrögð er að finna hér á landi? Búðu til myndrit (súlurit, skífurit) sem sýnir skiptingu trúarbragða. 33. Hvað er það sem gerir okkur að Íslendingum? Hvernig myndir þú kynna hinn dæmigerða Íslending fyrir útlendingum? 34. Er vatnið óþrjótandi auðlind? Af hverju hafa Íslendingar svona góðan aðgang að hreinu vatni?

Evrópa STÆRÐ: 10,5 millj. km2 FÓLKSFJÖLDI: 750 milljónir HÆSTI TINDUR: Elbrus, 5642 m LENGSTA FLJÓT: Volga, 3700 km STÆRSTA VATN: Ladogavatn STÆRSTA RÍKI: Rússland, 17 millj. km2 (Asíuhluti meðtalinn) FJÖLMENNASTA RÍKI: Rússland, 146 millj. (Asíuhluti meðtalinn) HÆSTA SKRÁÐA HITASTIG: 50 °C, Sevilla, Spánn LÆGSTA SKRÁÐA HITASTIG: -55 °C, Úst Stsjúgor, Rússland FJÖLMENNASTA BORG: Moskva, 16 millj. Í þessum kafla lærir þú um • landslag og náttúrufar í Evrópu • einkenni álfunnar • helstu atvinnuhætti • upphaf iðn- og tæknivæðingar • samstarf Evrópuríkja

Evrópa Bærinn Manarola á Cinque Terre á ítölsku rívíerunni.

28 5642 Kosovó

29 Evrópa Landslag Evrópa er næstminnsta heimsálfan á eftir Eyjaálfu. Miðað við smæð álfunnar má segja að landslag þar sé mjög fjölbreytt. Evrópa er í raun stór skagi sem gengur út úr Asíu og einkennist af löngum, vogskornum ströndum í suðri og vestri og miklum meginlandssléttum í austri. Landslagið í Evrópu mótaðist að miklu leyti á ísöld þegar ísaldarjökullinn skreið fram og svarf landið með sínum ógnarkrafti og myndaði víða U-laga dali, djúpa firði og tindótta fjallgarða. Suðurhluti Evrópu er fjöllóttur eins og norðurhlutinn, en ummiðbik álfunnar er láglendi einkennandi allt austur til Úralfjalla. Fjalllendið í Suður-Evrópu, sem er hluti af Alpafellingunni, varð til við árekstur meginlanda Afríku og Evrópu. Hæstu fjöll Evrópu er að finna í Ölpunum og Kákasusfjöllum. Í álfunni er fjöldi fljóta og vatna, aðallega í norðurhluta hennar, sem ber skýr ummerki ísaldarjökulsins. Strandlína Evrópu er víða vogskorin með innhöfum og strandhöfum. Fjöldi eyja er einnig mikill, einkum í norðurhlutanum og í Miðjarðarhafi. Stærstu skagar eru Skandinavíuskagi, Íberíuskagi og Balkanskagi. ALPAFELLINGIN Alpafellingin er heiti á fellingafjöllum sem hófu að myndast fyrir um 100 milljónum ára og eru enn í mótun. Matterhorn er tignarlegt fjall í Ölpunum á landamærum Sviss og Ítalíu. Sem hluti af Alpafjöllum hefur það orðið til við árekstur meginlanda sem krumpar jarðskorpuna í fellingar sem verða að fjallgörðum eins og þeim sem liggur þvert yfir Suður-Evrópu og inn í Asíu.

30 Náttúrufar Meginhluti Evrópu er í tempraða beltinu nyrðra. Í vesturhlutanum er úthafsloftslag ríkjandi með mildum og rökum vetrum en hlýjum sumrum. Þetta loftslag sér fyrir góðum skilyrðum til landbúnaðar og þá sérstaklega mjólkur- og kjötframleiðslu. Skógar eru útbreiddir í loftslagsbeltinu. Nyrst eru barrskógar og sunnar laufskógar semvíðast hafa þó vikið fyrir ræktuðu landi. Eftir því semaustar dregur minnkar úrkoman ogmeginlandsloftslag verður ríkjandi. Þar er mikill hitamunur milli árstíða, vetur eru kaldir og sumrin heit. Þar hafa laufskógarnir vikið fyrir gresjunum vegna lítillar úrkomu. Í kuldabeltinu allra nyrst er heimskautaloftslag þar sem gróður er lítill og lágur vegna erfiðra vaxtarskilyrða. Syðst í Evrópu er heittempraða beltið. Þar er Miðjarðarhafsloftslag með mildum og rökum vetrum en heitum og þurrum sumrum. Helsti gróður eru sígrænir runnar og þykkblöðungar sem kallast makkíkjarr. Með umsvifum sínum hefur maðurinn haft mikil áhrif á villt dýralíf álfunnar. Minnst hefur röskunin verið nyrst í álfunni. Norðan barrskóganna lifa hreindýr og heimskautarefir, í barrskógunum lifa elgir, úlfar, gaupur og skógarbirnir og í þeim laufskógum sem eftir eru lifa m.a. hirtir, dádýr, villisvín og refir. LOFTSLAGSBELTI Evrópa er að langstærstum hluta í tempraðabeltinu þar sem t.d. meginlandsloftslag og úthafsloftslag er ríkjandi. Nyrsti hluti Evrópu er í kuldabeltinu þar sem heimskautaloftslag er ríkjandi. Suður-Evrópa er í heittempraðabeltinu þar sem Miðjarðarhafsloftslag er ríkjandi. Á kortinu má sjá ríkjandi loftslag og úrkomu í ólíkum hlutum Evrópu. Hvar rignir mest og hver gæti skýringin verið?

31 Evrópa Náttúruauðlindir Evrópa er auðug af náttúruauðlindum. Fyrst má nefna frjósamt land sem ásamtmildu veðurfari hefur gertmönnumkleift að stundamjög fjölbreyttan landbúnað. Í norðanverðri álfunni er mikið um kvikfjárrækt og skógrækt. Í austurhluta álfunnar er akuryrkja áberandi og í suðurhlutanum er ræktun grænmetis og ávaxta algeng. Í strandríkjumEvrópu er sjávarútvegur mikill enda stutt á gjöful fiskimið í Atlantshafinu. Mikið af verðmætum jarðefnum finnst í Evrópu. Kol er að finna víða um miðbik álfunnar. Olía og jarðgas finnst einkum í Volgulægðinni í Rússlandi og í Norðursjó sem Bretar, Danir, Norðmenn og Þjóðverjar nýta. Járngrýti, sem járn er unnið úr, finnst víða í álfunni. Á láglendi Evrópu er mikið umsmábæi við ár, skóga og ræktað land.

32 KVIKFJÁRRÆKT Kvikfjárrækt er ræktun búpenings. Ræktunin fer ýmist fram á búgörðum eða þá að flakkað er með bústofninn á milli beitilanda, sbr. hirðingjar. Einkenni álfunnar Evrópa er mjög þéttbýl og hátt hlutfall íbúa býr í borgum. Þéttbýlustu svæðin eru frá Englandi allt suður til Ítalíu. Þrátt fyrir að Evrópa sé lítil heimsálfa eru löndin mörg og þjóðarbrotin sem í þeim búa enn fleiri. Í sumum löndum búa mörg ólík þjóðarbrot. Þar geta auðveldlega orðið árekstrar ef ekki ríkir umburðarlyndi og skilningur á milli manna. Samgöngur í Evrópu eru háþróaðar. Þétt samgöngunet vegakerfis, járnbrauta og flugsamgangna liggur um alla álfuna. Þrátt fyrir það eru samgöngumannvirki víða orðin úrelt og þá sérstaklega í Austur-Evrópu. Lífskjör í Vestur-Evrópu eru almennt eins og þau gerast best í heiminum, þrátt fyrir að atvinnuleysi og fátækt sé nú meiri meðal ákveðinna þjóðfélagshópa en oft áður. Íbúar Austur-Evrópu búa þó almennt við lakari lífskjör en íbúar Vestur-Evrópu. Atvinnuhættir Landbúnaður og sjávarútvegur Landbúnaður í Evrópu er mikilvægur enda um helmingur alls lands í álfunni notaður undir atvinnugreinina. Blandaðan búskap skógræktar, akuryrkju og kvikfjárræktar má finna um alla álfuna. Skógrækt er þó einkum stunduð í barrskógabeltinu í norðri. Í miðhluta Evrópu er aðallega stunduð kvikfjárrækt þar sem afurðirnar eru mjólkurvörur og kjötvörur. Í austurhluta álfunnar er akuryrkja algeng. Þar eru náttúruleg skilyrði, veðurfar og jarðvegur, ákjósanleg til kornframleiðslu enda talað um austurhlutann sem kornforðabúr Evrópu. Milt loftslagið við Miðjarðarhaf gerir mönnum kleift að rækta m.a. vínþrúgur og sítrusávexti. Þær Evrópuþjóðir sem eiga aðgang að sjó stunda allar fiskveiðar, þó í mismiklummæli. Hjá Íslendingum, Færeyingum og Norðmönnum skipta fiskveiðarnar efnahagslega miklu máli. Iðnaður og þjónusta Á 19. og 20. öld voru miklar kola- og járngrýtisnámur í Evrópu nýttar til að koma á fót stáliðnaði og annarri iðnaðarframleiðslu sem var mjög til hagsbóta fyrir Evrópu, einkumVestur-Evrópu. Atvinnulíf hefur í auknum mæli færst frá þungaiðnaði yfir í hátækniiðnað og þjónustu, sem hefur gert Evrópubúum kleift að viðhalda auðlegð sinni.

33 Evrópa Ríki Íbúar/millj. Íbúar/km2 Höfuðborg Albanía 3 105 Tírana Andorra 0,08 164 Andorra La Vella Austurríki 9 109 Vín Belgía 12 383 Brussel Bosnía og Hersegóvína 3 64 Sarajevó Bretland 68 281 London Búlgaría 7 64 Sofía Danmörk 6 137 Kaupmanna- höfn Eistland 1 31 Tallinn Finnland 6 18 Helsinki Frakkland 65 119 París Grikkland 10 81 Aþena Holland 17 508 Amsterdam Hvíta-Rússland 9 47 Minsk Írland 5 72 Dublin Ríki Íbúar/millj. Íbúar/km2 Höfuðborg Ísland 0,4 3,7 Reykjavík Ítalía 60 206 Róm Kasakstan (að hluta) 19 7 Astana Kosovó 2 163 Pristina Króatía 4 73 Zagreb Kýpur 1 131 Nicósía Lettland 2 30 Ríga Liechtenstein 0,04 238 Vaduz Litháen 3 43 Vilníus Lúxemborg 0,5 242 Lúxemborg Malta 0,4 1380 Valletta Moldóva 4 123 Kísinev Mónakó 0,04 26337 Mónakó Noregur 5 15 Ósló Norður-Makedónía 2 83 Skopje Portúgal 10 111 Lissabon Pólland 38 124 Varsjá Ríki Íbúar/millj. Íbúar/km2 Höfuðborg Rúmenía 19 84 Búkarest Rússland (að hluta) 146 9 Moskva San Marínó 0 566 San Marínó Serbía 9 100 Belgrad Slóvakía 5 114 Bratislava Slóvenía 2 103 Ljúblíana Spánn 47 94 Madríd Svartfjallaland 0,6 47 Podgorica Sviss 9 219 Bern Svíþjóð 10 25 Stokkhólmur Tékkland 11 139 Prag Tyrkland (að hluta) 84 110 Ankara Ungverjaland 10 107 Búdapest Úkraína 44 75 Kíev Vatíkanið 0,0008 1877 Þýskaland 84 240 Berlín

34 Verkefni Kort 1. Finndu borgir í Evrópu sem hafa meira en eina milljón íbúa. 2. Finndu nokkrar stórar ár í Evrópu. 3. Nefndu fjóra stóra fjallgarða í Evrópu. Hvert er hæsta fjall Evrópu og í hvaða fjallgarði er það? 4. Finndu á Evrópukorti: a. Fjögur stór vötn b. Fjórar stórar eyjar c. Fjögur höf d. Fjóra skaga 5. Í hvaða gróður- og loftslagsbeltum er Evrópa? 6. Hvar í Evrópu eru óbyggð svæði? Hvers vegna heldurðu að þau séu óbyggð? 7. Hvaða Evrópulönd eru ekki á meginlandinu? 8. Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir árið 1991? 9. Veldu tvö af eftirtöldum tungumálum og finndu út í hvaða landi þau eru töluð: a. Baskneska b. Gelíska c. Kalmykkisk d. Komi e. Retoromanska BRESKAR NÝLENDUR Landsvæði sem voru undir yfirráðum Breta voru breskar nýlendur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=