TX-10 í skólanum

TIL KENNARA OG FORELDRA Með Smábókaflokki Menntamálastofnunar er leitast við að höfða til ólíkra áhuga-sviða barna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Lögð er áhersla á að bækurnar höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst kímnigáfu lesenda. • Á vefsíðunni (http://www1.mms.is/islyngsta/page_flash.php?id=3313) eru fjölbreyttar kennsluhugmyndir og verkefni sem má prenta út og henta bæði í einstaklingsvinnu og hópvinnu. • Til að stuðla að betri lesskilningi er æskilegt að barnið skoði myndirnar áður en það les bókina, velti fyrir sér efni hennar og geti sér til um innihaldið. ORÐALEIKIR Rímorð. Hvaða orð ríma við þessi orð: Hoppa, skóli, lítill, stór, gaman, reikna. Samheiti. Hvaða orð merkja það sama og þessi orð: Rúlla, hvísla, rusl, gægjast, pappírsfugl. Samsett orð. Úr hvaða orðum eru þessi orð sett saman: Skólataska, grindverk, pennaveski, strokleður, pappírsfugl, fótbolti, bókahilla. UMRÆÐUR EFTIR LESTUR BÓKARINNAR Væntingar til skólans. TX-10 hefur aldrei komið í skólann áður. Hvernig hélst þú að skólinn væri áður en þú komst þangað í fyrsta sinn? Að halda loforð. TX-10 lofar Báru að vera kyrr hjá henni í skólanum. Hvernig gengur honum að standa við það? Af hverju getur verið erfitt að halda loforð? Af hverju hélt TX-10 ekki loforðið? PAPPÍRSBROT Pappírsfugl. TX-10 fer í flugferð á pappírsfugli eða skutlu. Kannt þú að brjóta skutlu? Skutlum má ekki henda inni í skólastofu en gaman gæti verið að halda skutlukeppni þar sem það má og athuga hvaða skutla kemst lengst. Önnur brot. Kunnið þið að brjóta mús? Eða fisk? Biðjið kennarann ykkar að fá að skoða bókina Óskasteinn . Á blaðsíðum 46 og 47 er sýnt hvernig má brjóta ýmis dýr úr pappír. FRÁSÖGN OG RITUN • Lýsing: Lýstu TX-10 fyrir einhverjum sem ekki hefur lesið um tölvuveru. • Frásögn: Segðu vini þínum frá því af hverju TX-10 hélt ekki loforðið. • Orðalisti. Hvað er Bára með í pennaveskinu sínu? Og hvað skyldi hún vera með í skólatöskunni? Búðu til og skrifaðu orðalista.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=