TX-10 í fótbolta

TIL KENNARA OG FORELDRA Með Smábókaflokki Menntamálastofnunar er leitast við að höfða til ólíkra áhugasviða barna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Lögð er áhersla á að bækurnar höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst kímnigáfu lesenda. • Á vefsíðunni https://mms.is/namsefni/tx-10-i-fotbolta-verkefni eru fjölbreyttar kennsluhugmyndir og verkefni sem má prenta út og henta bæði í einstaklingsvinnu og hópvinnu. • Til að stuðla að betri lesskilningi er æskilegt að barnið skoði myndirnar áður en það les bókina, velti fyrir sér efni hennar og geti sér til um innihaldið. ORÐALEIKIR Samheiti . Hvaða orð merkja það sama og þessi orð: Glöð, fótbolti, padda, hjálpa, hanskar, kalla. Andheiti . Hvaða orð hafa andstæða merkingu við þessi orð: Lítill, opinn, gaman, úti, hlæja, kát, skemmtilegur. Orðaleit . Í garðinum í sögunni eru tré og blóm. Hvaða nöfn kannt þú á trjám og blómum? UMRÆÐUR EFTIR LESTUR BÓKARINNAR Lítill og stór. Er TX-10 stór eða lítill? Berðu hann saman við Báru og líka við maríuhænuna. Erum við lítil eða stór? Hvað myndi fluga segja um það? En fíll? Útileikir . Hvaða útileiki kanntu? Hvaða leiki er hægt að leika bæði úti og inni? Hvað þarf að passa upp á þegar við erum í boltaleik? Skordýr . Hvaða skordýr þekkir þú? Hvaða skordýr þekkir þú sem gera gagn í náttúrunni? Af hverju heldurðu að sumir séu hræddir við skordýr? MYNDSKOÐUN OG MYNDVINNSLA Nálægð og fjarlægð. Skoðið á myndunum hvernig eitthvað sem er langt í burtu getur virst vera lítið. Finnið aðrar myndir sem sýna nálægð og fjarlægð. Smádýr . Skoðið myndir af flugum, fiðrildum, bjöllum og öðrum smádýrum. Veljið dýr til að gera mynd af. Vinnið til dæmis með klessulitum á litaðan pappír eða með pappírsklippi. FRÁSÖGN OG RITUN • Frásögn : Segðu vinum þínum söguna um TX-10 með þínum eigin orðum. • Samtal : Búðu til samtal á milli TX-10 og maríuhænunnar. • Bók um útileiki. Allir gera mynd sem sýnir uppáhalds-útileikinn og skrifa stutta lýsingu á leiknum við myndina. Myndirnar settar saman í eina leikjabók.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=