Tunglið - Milli himins og jarðar
. 23 Börnin og tunglið Í gamalli þjóðsögu segir frá því þegar tvö börn voru á ferð að kvöldi til. Þau höfðu nýlega misst móður sína og söknuðu hennar mikið. Á leið sinni komu þau auga á tunglið og fóru þá með þessa vísu: Tunglið, tunglið, tunglið mitt, taktu mig upp til skýja, þar situr hún móðir mín og kembir ull nýja. Um leið hurfu börnin sporlaust. Eftir þetta sá fólk tvo dökka bletti á tunglinu þegar það var fullt og ullartunnu á milli þeirra. Þótti víst að dökku dílarnir væru börnin tvö.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=