Tunglið - Milli himins og jarðar

. 22 Karlinn í tunglinu Hvað sérðu þegar þú horfir á tunglið? Sumum finnst gígarnir, fjöllin og dökku slétturnar mynda munstur sem líkist andliti, karlinum í tunglinu. Til eru margar sögur af karli þessum. Stundum er hann reyndar alls enginn karl heldur eitthvað allt annað. Það getur verið gaman að horfa á landslagið á tunglinu og athuga hverju það líkist. Í íslenskri þjóðsögu er karlinn í tunglinu bóndi. Hann heyjaði á sunnudegi en það var alveg bannað. Sunnudagurinn var hvíldardagur og þá mátti fólk ekki vinna. Allir áttu að fara til kirkju og hvíla sig. Guð ákvað að refsa bóndanum. Hann setti bóndann upp í tunglið og þar má sjá hann enn. Hvað sérðu þegar þú lítur upp til tunglsins?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=