Tunglið - Milli himins og jarðar

. 21 Dýrin sem fylgdu á eftir voru ekki eins heppin. Apinn Albert fyrsti dó í flugtaki árið 1948 og ári seinna dó annar api þegar fallhlífin hans opnaðist ekki. Meirihluti apanna sem sendir voru í geimferðir hlutu sömu örlög. En fleiri dýrum var skotið út í geim. Árið 1950 var fyrsta músin send af stað og árið eftir fóru tveir hundar í geimferð. Hundarnir komu lifandi til baka og síðan þá hafa margar fleiri dýrategundir verið sendar af stað. Til dæmis kettir, bjöllur, froskar, fiðrildi, ormar og meira að segja skjaldbaka. Frægasta geimdýrið er án efa tíkin Laika. Hún var fyrsta lífveran sem fór með geimfari í kringum Jörðina. Hvað finnst þér um það að senda dýr í geimferðir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=