Tunglið - Milli himins og jarðar

. 20 Rússinn Júrí Gagarín varð heimsfrægur þegar hann fór einn hring í kringum Jörðina árið 1961 í geimfarinu Vostok 1. Enginn maður hafði áður farið út í geim. Júrí var samt ekki fyrsta lífveran sem fór í geimferð. Áður en menn hættu sér út í geim voru gerðar margar tilraunir á dýrum til að kanna hvort lifandi verur þyldu dvöl í geimnum. Árið 1947 sendu Bandaríkja- menn flugur í stutta flugferð með eldflaug til að athuga hvaða áhrif geimgeislun hefði á þær. Flugurnar þoldu geim- ferðina vel og lentu lifandi og hressar aftur á Jörðinni. Hvers vegna voru dýr send út í geim á undan mönnum? Menn og dýr í geimnum Júrí Gagarín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=