Tunglið - Milli himins og jarðar

. 18 Golf á tunglinu Íþróttir eru ekki algengar á tunglinu. Þar hefur þó einu sinni verið spilað golf. Geimfarinn Alan Shepard tók með sér golfkylfu og kúlur til tunglsins. Alan var í þykkum og stífum geimbúningi með klunnalega hanska. Þrátt fyrir það sló hann kúluna lengra en hann hefði nokkurn tíma getað á Jörðinni. Það er vegna þess að aðdráttar- afl tunglsins er miklu minna en Jarðarinnar og þess vegna svífa hlutir þar mun lengur áður en yfirborðið dregur þá að sér. Af hverju svífur golfkúla lengra á tunglinu en á Jörðinni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=