Tunglið - Milli himins og jarðar

. 8 Eilíf spor Fyrir framan þig sérðu hjólför eftir farartæki geimfara sem lentu á tunglinu mörgum árum á undan þér. Spor á tunglinu hverfa ekki því það er ekkert sem eyðir þeim, hvorki rigning né vindur. Himinninn er svartur en ekki blár eins og á Jörðinni. Það er vegna þess að sólar- ljósið sem berst til Jarðar dreifist í lofthjúpnum. Blái hluti sólarljóssins dreifist mest og þess vegna virðist himinninn á Jörðinni blár. Á tunglinu er enginn lofthjúpur og þess vegna er himinninn þar svartur. Af hverju eyðast ekki spor á tunglinu? Hjólför á tunglinu hverfa ekki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=