Trúarbrögðin okkar

7 Verkefnið Skólabjallan hringir. Það er mánudagur og börnin hlakka til að fara í skólann. Í dag eiga þau að flytja verkefnið sitt. Síðustu vikur hafa þau verið dugleg að vinna og æfa sig fyrir stóra daginn. Siggi flýtir sér inn í kennslu- stofuna um leið og kennarinn opnar. Hann hengir töskuna sína á krókinn á borðinu. Siggi er með hnút í maganum. Hann kvíðir því að standa upp og kynna verkefnið sitt. Ómar vinur hans reyndi að hughreysta hann á leiðinni í skólann. Ómari finnst ekkert mál að standa fyrir framan alla en Sigga þykir það erfitt. Ómar situr við hliðina á Sigga. Við sama borð situr Ísak. Hann virðist alveg rólegur þó að stóri dagurinn sé í dag. Stelpurnar Adda og Sara Sól sitja á næsta borði. Þær voru samferða Ómari og Sigga í skólann. Þær hlökkuðu mikið til dagsins og höfðu notað helgina til að æfa sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=