Trúarbrögðin okkar
43 Í kristinni trú er krossinn þekktasta táknið. Krossinn er tákn fyrir Jesú Krist og hvernig hann sigraði dauðann. Þekktasta tákn hindúatrúar er ám. Allar bænir byrja og enda á þessu orði. Helsta tákn gyðinga er Davíðsstjarnan. Mynd af hjóli með átta pílárum minnir búddista á þær átta reglur sem Búdda kenndi að menn ættu að lifa eftir. Trú og von Hægt er að svara mörgum spurningum um lífið og tilveruna. En samt er margt í lífinu sem er okkur ráðgáta. Af hverju er illska til og af hverju gerist svo margt ljótt og sorglegt í lífinu? Með hjálp trúar og trúarbragða leitar fólk að svörum við þessum spurningum. Í sumum trúarbrögðum trúir fólk að það lifi aftur eftir að það deyr. Aðrir trúa því að sálin fari til himna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=