Trúarbrögðin okkar

42 Matur Matarvenjur tengjast gjarnan trúarbrögðum. Hindúar borða oft aðeins jurta- og grænmetisfæði vegna virðingar fyrir dýrum. Gyðingar og múslimar borða ekki svínakjöt. Margar hefðir og venjur tengjast mat á hátíðum. Sumir borða alltaf sama mat á jólum og páskum. Þegar matar­ venjur tengjast trúarbrögðum ber okkur að virða það. Tákn Í öllum trúarbrögðum eru notuð tákn. Þau koma í stað- inn fyrir langan texta eða myndir og eru notuð til að minna fólk á trúna. Helsta tákn í islam er tungl og stjarna. Það tengist dagatali múslima sem fer eftir gangi tunglsins en ekki sólarinnar eins og t.d. hjá kristnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=