Trúarbrögðin okkar

39 Islam Kóraninn er helgirit múslima. Bókin er skrifuð eftir að engill vitjaði spámannsins Múhameðs og sagði honum hvað ætti að standa í henni. Nokkrar sögur og frásagnir í Kóraninum eru þær sömu og í Biblíunni, t.d. sagan af Nóaflóðinu. Gyðingdómur Helgirit gyðinga er það sama og Gamla testamenti Biblíunnar. Gyðingar skipta bókinni í þrjá meginhluta. Tóra er heiti yfir fyrsta hluta helgiritsins. Hindúatrú Helgirit hindúa eru mjög mörg. Elstu ritin heita Vedabækurnar. Bókin Bhagavad Gíta eða Söngur Drottins er oft sögð vera eins og Biblía hindúa. Þar er meðal annars fjallað um tilgang lífsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=