Trúarbrögðin okkar

38 Helgirit Áður en farið var að skrifa niður texta lagði fólk á minnið. Það mundi sálma, helgiorð og ýmsa speki. Flest trúarbrögð hafa bók eða bækur með sögum sem tengjast trúnni og texta sem hjálpar fólki að hegða sér rétt í lífinu. Búddasiður Helgiritum um búddasið var safnað saman í gamla daga og skipt niður í þrjár körfur. Ritin eru enn kölluð körfurnar þrjár eða Tipitaka: Karfa agans, karfa fyrirlestranna og karfa lífsspekinnar. Kristin trú Biblían er helgirit kristinna manna. Hún skiptist í Gamla og Nýja testamenti. Í Gamla testamentinu er að finna sögur og frásagnir sem voru til áður en Jesús Kristur fæddist. Nýja testamentið inniheldur frásagnir af Jesú.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=