Trúarbrögðin okkar

37 Hátíð barnanna Þegar öll börnin höfðu lokið við að flytja verkefnin sín var klappað ákaft. Þau höfðu staðið sig vel og flutt skemmtileg og áhugaverð verkefni. Börnin höfðu ákveðið að enda skóladaginn á lítilli hátíð. Það var þeirra eigin hátíð. Þau höfðu komið með mat að heiman sem þeim fannst góður og tengdist á einhvern hátt trúarbrögðum þeirra. Matinn settu þau á hlaðborð og buðu gestum sínum að bragða á. Dúkurinn á borðinu var skreyttur táknum úr mismunandi trúarbrögðum. Á hátíðinni voru allir eins og í stórri og góðri fjölskyldu og allir voru vinir. Í þeim fimm trúarbrögðum sem börnin sögðu frá eru margir þættir mjög líkir þó að margt sé líka ólíkt. Börnin höfðu borið saman þessi trúarbrögð með Margréti kennara og sett vangaveltur sínar á veggspjöld.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=