Trúarbrögðin okkar

36 – Púrím hátíðin er líka skemmtileg. Hún er svolítið lík öskudeginum á Íslandi. Allir mæta í búningum í sýnagóguna og fá sælgæti. Páskarnir eru líka haldnir hátíðlegir. Þá rifjum við upp söguna um gyðinga sem voru þrælar í Egyptalandi í gamla daga og flúðu yfir hafið og urðu frjálsir. Þegar við höldum páskahátíð borðum við mjög sérstakan mat. – Allur maturinn minnir okkur á einhvern hátt á páska­ söguna. Um páskana borðum við ekki venjulegt brauð heldur brauð sem inniheldur ekki ger. Það minnir okkur á að þegar þrælarnir flúðu gátu þeir ekki beðið eftir að brauðið lyfti sér heldur þurftu að flýta sér að baka það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=