Trúarbrögðin okkar

35 – Á útidyrahurðinni heima hjá mér hangir lítið skrín. Inni í því er bæn sem er mikilvæg í okkar trú. Þegar ég kem heim til mín kem ég alltaf við litla skrínið til að muna eftir bæninni. Svona lítil bænaskrín hanga við allar dyr hjá þeim sem eru gyðingar. – Við höldum margar hátíðir sem tengjast trúnni. Uppáhalds hátíðin mín er ljósahátíðin eða hanukka eins og hún heitir á hebresku. Ljósahátíðin er haldin í nóvember eða desember og stendur í átta daga. Á hverjum degi kveikjum við á nýju kerti í ljósastiku sem er með átta kertum. Við krakkarnir fáum gjafir frá mömmu og pabba og við spilum saman teningaspil sem er mjög skemmtilegt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=