Trúarbrögðin okkar
34 – Ég ætla að kenna ykkur að heilsa eins og gyðingar heilsast. Þeir segja ekki hæ eða sæl eða halló eins og við gerum heldur shalom. Það þýðir friður sé með yður. – Á föstudagskvöldum borðar fjölskyldan alltaf saman kvöldmatinn. Þá er hvíldardagurinn eða sabbat að hefjast. Hann nær frá föstudagskvöldi til laugardagskvölds. Þá borðum við hátíðarmat. Mamma mín kveikir á tveimur kertum við kvöldverðarborðið og fer með bæn. – Við borðum ekki allan mat. Gyðingar borða ekki svínakjöt og það er ekki sama hverju við blöndum saman. Til dæmis borðum við ekki samtímis neitt sem búið er til úr mjólk og kjöti. Þetta eru siðir og venjur sem tengjast trúnni og allir gyðingar venjast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=