Trúarbrögðin okkar

33 – Bænahús gyðinga kallast sýnagóga en það þýðir samkomuhús. Inni í sýnagógum er stór skápur sem við köllum örk. Þar er geymd mjög sérstök bók sem er eins og tvö kefli með langri blaðsíðu á milli. Blaðsíðan er vafin upp á annað keflið og þegar textinn er lesinn þá vefst blaðið smátt og smátt yfir á hitt keflið. Á þessa löngu blaðsíðu er prentaður textinn úr Tóra. Þegar gyðingar safnast saman í bænahúsinu er lesið um ættfeðurna Abraham, Móse og Jósúa. Sá sem les úr helgibókinni og sér um bænastundirnar er kallaður rabbíni en það þýðir „meistari minn“. – Þegar gyðingar fara í sýnagógur eða biðja bænirnar sínar setja karlmennirnir á sig sérstaka húfu sem kallast kippah. Húfan er lítil kollhúfa sem liggur ofan á höfðinu. Margir setja einnig á sig bænasjal. Helstu trúartákn gyðinga eru stjarna sem kölluð er Davíðsstjarnan og sjö arma kertastjaki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=