Trúarbrögðin okkar
31 – Föstudagur er hvíldardagur múslima. Hann er hátíðlegasti dagur vikunnar hjá okkur. Þá borðum við góðan mat og eigum notalega fjölskyldustund saman. – Einu sinni á ári fasta múslimar í einn mánuð. Föstumánuðurinn kallast ramadan. Að fasta þýðir að borða ekki frá því um morguninn og fram á kvöld. Börn fasta ekki og ekki þeir sem eru orðnir gamlir. Ég er ekki byrjaður að taka þátt í föstunni en fæ að vera með eftir nokkur ár. Með föstunni finnum við hvernig er að vera svangur og eiga engan mat. Þá verðum við duglegri við að hjálpa öðrum. Í lok föstunnar er haldin hátíð. Föstuendahátíðin er uppáhalds hátíðin mín á árinu. Þá fæ ég ný föt, við borðum góðan mat og sendum kort til vina okkar og fjölskyldu. Við gefum líka hvert öðru gjafir og sætindi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=