Trúarbrögðin okkar
29 – Við biðjum bænirnar okkar fimm sinnum á dag, í moskum, heima og þar sem við erum stödd. Þegar við biðjum krjúpum við á sérstakri bænamottu. Motturnar eru í mörgum litum með fallegu munstri. Ég á bænamottu heima sem amma mín í Marokkó gaf mér. Áður en við stígum á bænamottu förum við alltaf úr skónum og áður en við förum inn í mosku þvoum við hendur, fætur og andlit. – Frá turni moskunnar berst sérstakur söngur sem notaður er til að kalla fólk til bæna. Í okkar trú má ekki mála eða teikna myndir af spámanninum eða Guði. Í staðinn notum við orð og setningar úr Kóraninum til að skreyta með.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=