Trúarbrögðin okkar
28 – Kóraninn er helga bókin okkar. Þar stendur allt um Guð. Það var engill sem kom til jarðarinnar og sagði Múhameð spámanni hvað ætti að standa í Kóraninum. Þegar við lesum úr Kóraninum setjum við sérstakt statíf undir bókina sem hún getur legið á. Þá er þægilegt að fletta henni. Heima förum við alltaf gætilega með Kóraninn okkar. Við geymum bókina á sérstökum stað í stofunni. – Múslimar fara í moskur til að biðjast fyrir og taka þátt í athöfnum sem tengjast trúnni. Á Íslandi er ekki nein moska en við förum í sérstakan sal í staðinn. Í moskum eru ekki stólar eða bekkir. Í staðinn eru mjúk teppi á gólf- unum. Veggirnir eru skreyttir með orðum og setningum úr Kóraninum. Það er skrifað á arabísku með skrautlegum og fallegum stöfum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=