Trúarbrögðin okkar

25 – Þegar ég var lítil var ég skírð í kirkjunni. Þá blessaði presturinn mig og gerði krossmark á enni mitt og brjóst. Þegar barn er skírt lofa foreldrarnir að kenna því um kristna trú og Guð verndar barnið á sérstakan hátt. Á fjórtánda ári staðfestir barnið síðan trú sína í sérstakri athöfn sem kölluð er ferming. – Á síðasta ári var stóra systir mín fermd. Hún fékk ný föt og skó. Hárið hennar var greitt fallega og blóm sett í það. Hún fékk gjafir frá ættingjum og fór í myndatöku til að eiga myndir til minningar um þessa athöfn. Það var líka haldin veisla þar sem ættingjar og vinir komu saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=