Trúarbrögðin okkar
24 – Í kirkjunni minni eru fallegar myndir og styttur. Myndirnar eru af Jesú Kristi og Maríu móður hans. Stórt borð er í kirkjunni sem heitir altari. Á altarinu standa kertastjakar, blóm, Biblía og stór kross. Prestur stýrir messunni en þá eru sungnir sálmar. Presturinn les líka úr Biblíunni og talar við fólkið um ýmislegt sem tengist lífinu. Í kirkjunni er farið með bænir. Ég bið líka bænirnar mínar á kvöldin áður en ég fer að sofa. – Kross er tákn fyrir kristna trú. Ég á kross í festi sem ég hef oft um hálsinn. Það eru líka til mörg önnur tákn í kristinni trú. Fiskur er eitt táknið, einnig dúfa og mörg fleiri.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=