Trúarbrögðin okkar

23 Sara Sól – Komið þið sæl. Ég heiti Sara Sól. Mér finnst gaman að leika mér við vini mína. Ég safna frímerkjum og servíettum. Ég á tvær bækur með frímerkjum og fullan kassa af servíettum. Stundum skipti ég við vini mína ef ég á auka frímerki eða servíettu. – Ég á eina eldri systur og lítinn bróður. Fjölskyldan mín er kristinnar trúar. Við trúum á Guð og Heilagan anda. – Sunnudagur er helgidagur kristinna manna. Á sunnudögum hringja kirkjuklukkurnar til að kalla á fólk í messu. Við förum oft á sunnudögum í messu og þá tek ég þátt í barnastarfinu. Það er mjög skemmtilegt. Við syngjum falleg lög og förum í leiki. – Við lærum líka um Biblíuna í kirkjunni. Biblían er bók sem geymir margar sögur um Guð og Jesú. Í Biblíunni eru líka reglur sem allir kristnir menn eiga að fara eftir. Þar stendur að þú eigir að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=