Trúarbrögðin okkar

21 – Við höldummargar skemmtilegar hátíðir. Uppáhalds hátíðin mín er ljósahátíðin eða dívali. Hún er haldin í október eða nóvember og stendur í fimm daga. Þá kveikjum við á mörgum kertum bæði inni í húsinu okkar og úti. Við mamma teiknum fallegar myndir með krít fyrir utan húsið áður en hátíðin hefst. Við teiknum þær í munstur sem kallað er rangoli. Myndirnar bjóða gesti velkomna og einnig gyðjuna Lakshmi sem er happagyðja fyrir næsta ár. – Á ljósahátíðinni hittum við vini og ættingja, gefum hvert öðru gjafir, borðum góðan mat og mikið af sætindum. Við sendum einnig kort til ættingja og vina sem við getum ekki heimsótt. Mörg kort fara til Indlands því þar eiga afi minn og amma heima og margir ættingjar mínir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=