Trúarbrögðin okkar

20 – Þegar ég var tólf daga gömul hvíslaði pabbi nafninu mínu að mér. Það er einn af siðunum í trúarbrögðum okkar. Það er einnig siður að mála rauðan blett á ennið þegar við klæðum okkur í spariföt. Bletturinn á að hjálpa okkur að einbeita okkur að því að vera góð og hjálpsöm. – Orðið ám er helsta tákn trúarinnar. Það táknar hljóð guðs og er tákn fyrir allt það sem var, er núna og verður. Það er mjög heilagt í augum hindúa. Allar bænir hefjast og enda á þessu orði og einnig sálmarnir sem sungnir eru í musterinu. Allt er ám.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=