Trúarbrögðin okkar
19 – Pabbi minn og mamma giftu sig á Indlandi áður en ég fæddist. Þau hafa sýnt mér myndir frá brúðkaupinu. Mamma var í mjög fallegum og skrautlegum kjól sem kallast sarí. Hann var rauður og gulllitaður með fallegu munstri og kögri. Hún var líka með skartgripi úr gulli. Pabbi var með vefjarhött á höfðinu. Það er hattur sem er búinn til með því að vefja upp löngum klút. – Mamma og pabbi fengu blómsveiga um hálsinn í brúðkaupinu sínu. Presturinn batt hvítan þráð á milli þeirra sem þýðir að þau eru gift. Síðan gengu þau í sjö hringi í kringum heilagan eld.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=