Trúarbrögðin okkar

18 – Á Indlandi fórum við að stórri á sem heitir Ganges. Hún er mjög heilög. Við fórum ofan í ána og tókum með okkur vatn úr henni í lítilli flösku. Flaskan stendur á altarinu okkar inni í stofu. – Hluti af því að vera hindúi er að vera góður við öll dýr. Margir hindúar borða ekki kjöt og alls ekki kjöt af kúm því þær eru heilagar á Indlandi. Þær mega vera þar sem þeim sýnist og stundum eru kýr úti á götu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=