Trúarbrögðin okkar
17 – Mér finnst gaman þegar pabbi segir mér sögur af guðunum. Heima eigum við lítið altari með myndum og styttum. Við kveikjum á sérstökum olíulampa sem er kallaður diya og setjum blóm og ávexti á altarið. Stundum förum við með bænir við altarið en það er líka hægt að biðja hvar sem er. – Á Indlandi eru lítil bænahús eða musteri sem hægt er að fara inn í til að færa guðunum gjafir og biðja. Ég hef farið með pabba og mömmu inn í musteri á Indlandi. Þá förum við úr skónum og þvoum okkur áður en við göngum inn og á leiðinni upp að altarinu hringjum við bjöllu. Presturinn í musterinu tekur við gjöfunum sem oftast eru ávextir eða blóm. Hann blessar gjafirnar og lætur okkur síðan fá þær aftur. Við það hljótum við blessun.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=