Trúarbrögðin okkar
15 – Í Tælandi eru til mörg búddahof og búddaklaustur. Þegar strákar og stelpur hafa náð vissum aldri geta þau dvalist í klaustrinu í marga daga. Þá læra þau um Búdda og allt sem hann sagði og gerði. – Margir hátíðisdagar tengjast búddatrú. Uppáhalds hátíðin mín er búddadagur en hún er haldin í lok maí. Þá minnumst við fæðingar og dánardags Búdda. Þann dag hittast búddistar við lítið hof. Við göngum þrjá hringi í kringum hofið með blóm. Síðan borðum við góðan mat og höldum daginn hátíðlegan. Við hengjum peninga á lítið tré sem við komum fyrir í samkomusalnum. Peningarnir fara í safnaðarstarfið og til munkanna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=