Trúarbrögðin okkar

13 – Við erum búddistar í minni fjölskyldu. Við trúum ekki á neina guði en förum eftir reglum Búdda og því sem hann sagði. Búdda var prins á Indlandi sem átti að verða konungur eftir föður sinn. En þegar hann áttaði sig á að það væri til eitthvað vont í heiminum vildi hann ekki verða konungur. Hann hugsaði um allt það vonda og vildi finna leið fyrir fólk til að fá frið í sálina. Hann setti reglur til að lifa eftir. – Búddistar eiga að vera góðir við alla, menn, dýr og náttúruna. Ég á nokkur gæludýr sem ég annast alveg sjálfur. Ég á hamsturinn Snúlla, páfagaukinn Stúf og köttinn Dimmu. Ég þarf að passa að gefa þeim að borða, hreinsa búrin og hleypa kisunni út og inn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=