Trúarbrögðin okkar

12 Sigurður Tan – Komið þið sæl. Ég heiti Sigurður Tan en er alltaf kallaður Siggi. – Mamma mín fæddist á Tælandi sem er langt í burtu í annarri heimsálfu. Pabbi minn flutti til Tælands og vann þar í nokkur ár. Mamma og pabbi kynntust þar og fluttu til Íslands áður en ég fæddist. – Mér finnst mest gaman að horfa á skemmtilegar myndir í sjónvarpinu og lesa bækur. Ég hef líka gaman af fróðlegum sjónvarps- þáttum um dýr eða fólk í öðrum löndum. – Ég hef þrisvar sinnum farið til Tælands og hitt ættingja mína þar. Mamma og pabbi eru líka dugleg að segja mér frá landinu og fólkinu sem á heima þar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=