Trúarbrögðin okkar

11 Hvað eru tákn? Í öllum trúarbrögðum eru notuð tákn. Það eru litlar myndir eða stafir eða orð sem koma í staðinn fyrir langan texta. Táknin eru notuð til að minna fólk á trúna. Gestir dagsins Þegar búið var að fara yfir þessar spurningar og vangaveltur var kominn tími til að taka á móti gestum dagsins. Foreldrar og starfsfólk skólans kom inn í kennslustofuna og fékk sér sæti. Verkefni barnanna síðustu vikurnar fólust í því að skrifa frásögn um sig sjálf með hjálp foreldra sinna og kennarans. Í frásögninni áttu þau að segja frá áhugamálum sínum, trúar- brögðum fjölskyldunnar, siðum og venjum. Í lokin áttu allir að lýsa uppáhalds hátíðinni sinni. Margrét bauð gestina velkomna og kynnti verkefnin. Siggi var sá fyrsti sem stóð upp til að flytja verkefnið sitt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=