Trúarbrögðin okkar

10 Hvernig tengjast matur og föt trúarbrögðum? Matarvenjur og það hvernig fólk klæðir sig getur tengst trúarbrögðum. Í sumum trúarbrögðum borðar fólk ekki ákveðinn mat, t.d. svínakjöt. Sumir klæða sig á sérstakan hátt eða setja á sig hatta eða húfur áður en þeir fara með bænir eða ganga inn í bænahúsin sín. Af hverju eru ekki sömu hátíðir hjá öllum? Hátíðir tengjast trúarbrögðum líkt og siðir og venjur. Á hátíðum minnist fólk ákveðinna atburða sem tengjast sögu trúarinnar. Stundum eru atburðirnir gleðilegir en stundum eru þeir sorglegir. Hátíðirnar eru ekki þær sömu hjá öllum af því að sagan um trúna er ekki sú sama í öllum trúarbrögðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=