Trúarbrögðin okkar

9 Foreldrar ykkar og gestir úr skólanum koma hingað eftir smástund. Við skulum nota tímann til að rifja upp það sem við höfum verið að gera í trúarbragðafræði síðustu vikur. Byrjum á því að lesa yfir spurningarnar okkar og svörin sem við komum okkur saman um. Hvað er trú? Að trúa einhverju er að treysta á að það sé satt þó að maður hafi kannski ekki sönnun fyrir því. Trú er nefni- lega það sem þú treystir á. Milljarðar manna um allan heim trúa á einn guð eða marga guði. Í trúnni felst eitt- hvað sem er óskiljanlegt og stærra en allt annað. Hvað eru trúarbrögð? Margar tegundir trúarbragða eru til í heiminum og ekki trúa allir því sama. Mörg trúarbrögð felast í trú á einn guð. Fólk fer með bænir og reynir að læra sem mest um trúna sína. Í sumum trúar- brögðum er ekki trúað á einn heldur marga guði. Margir hafa þá trú að fólk eigi að lifa lífi sínu þannig að virða menn, dýr og umhverfi sitt. Sumt fólk hefur engin trúarbrögð og trúir ekki á neinn guð eða guði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=