Trúarbrögðin okkar

8 Í heimakróki Margrét kennari bendir nemendum sínum að koma í heimakrók. Fyrsta kennslustund byrjar yfirleitt á því að börnin setjast í hring og kennarinn ræðir við þau um viðfangsefni dagsins. – Hvernig leggst dagurinn í ykkur? spyr Margrét. Flest börnin segja vel, sum þegja eða tuldra ofan í bringuna. – Ég veit að sumum finnst erfitt að standa fyrir framan marga og tala en það er eitt af því sem við þurfum að æfa okkur í, segir Margrét. Nú eruð þið búin að undirbúa ykkur svo vel. Ég veit að þið gerið ykkar besta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=