Tónlist og umhverfi - kennarabók

7 3 Skrefinu lengra Dæmi um úrvinnslu með hryn: Hér má nýta stöðvavinnu, spilahring og samspil. Stöðvavinna getur verið 2–4 hrynstöðvar eftir aðstæðum með völdum hljóðfærum. Nemendur dreifast jafnt á hrynstöðvarnar. • Hver hrynstöð hlustar á púlsslag kennara og spilar hryndæmi í tvo takta fyrir aðra nemendur. Endurtakið eftir þörfum. Hafið í huga að spila á þeim hraða sem viðkomandi nemendahópur ræður vel við. • Spilahringur fer í gang. Hrynstöð 1 spilar tvo takta eftir púlsslagi kennara. Hrynstöð 2 tekur við í tvo takta og svo koll af kolli. Gott er að byrja með tvær hrynstöðvar í einu og bæta síðan þriðju og fjórðu við eftir aðstæðum. • Samspil: Kennari er hljómsveitarstjórinn, slær púls, setur inn fyrstu hrynstöð og gefur merki um að halda áfram. Kennari setur inn næstu hrynstöð og svo koll af kolli. Stöðvar hljóðfæraleik, telur tvo takta og setur allar hrynstöðvar inn aftur. Endurtakið eftir þörfum. • Þegar samspili með tvö eða fleiri hryndæmi hefur verið náð má leika sér enn frekar. – Sóló/tutti – Nemendur skiptast á að vera hljómsveitarstjórinn. – Hver hrynstöð semur eigið hrynstef sem notað er sem millistef. • Hljóðritið samspil og hlustið. Gaman er að leyfa nemendum að fara í hlutverk upptökustjóra. Ég heyri svo vel (Nemendabók bls. 7) Nemendur syngja saman lagið Ég heyri svo vel (sjá Söngvasafn II bls. 58). Ræða saman um hljóð og umhverfi til að opna eyrun fyrir umhverfishljóðum a) í skólanum b) heima c) úti í náttúrunni d) í veðrinu Eftirfarandi tónverk sem lýsa vel ýmiss konar umhverfi má t.d. finna á YouTube. Leitarorð: Beethoven Pastoral symphony – 1st and 4th movement Grieg Peer Gynt suite no.1 Moldau – Smetana

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=