Tónlist og umhverfi - kennarabók

5 • Réttið upp vinstri hönd með flötum lófa. Teiknið hring í hina áttina, stóran, fallegan, silfraðan hring, sem er tunglið. Litið með silfruðum lit. Vandið ykkur og litið ekki út fyrir. Þið breytist í listamenn og veljið liti að eigin vali til að bæta í tunglið; t.d. aðeins gulan, hvítan, örlítið af bláum eða fjólubláum o.s.frv. Takið glitrandi álfaduft og dreifið yfir tunglið sem glitrar þá fallega eins og ævintýratungl. • Teiknið Karlinn í tunglinu. Teiknið augu, nef, svo brosandi, fallegan munn. (Karlinn í tunglinu á nóg af draumum og er alltaf í góðu skapi.) Teiknið á hann fallega nátthúfu og bætið við stjörnudúsk og bjöllu á endann. • Litið nú næturhimininn allt í kring með uppáhalds, næturlitnum ykkar. • Teiknið tindrandi stjörnur allt um kring. • Teygið hendurnar langt upp í himinhvolfið, náið í norðurljós sem vefjast um hendurnar og dreifið þeim yfir himininn ykkar. Nú er himinninn fullkominn og yndislega fallegur. • Setjið fingur yfir höfuðið, fingur sem rigna hreinum og tærum daggar- dropum lauflétt á hárið og renna svo niður höfuð og bak og alveg niður á gólf. Endurtakið nokkrum sinnum. Þið megið búa til blíðlegt hljóð fyrir dropana ef þið viljið. • Skiptið nú rólega um hlutverk. Indíánahöfðingjar standa upp og verða nuddarar. • Nýir nuddarar endurtaka allt ferlið fyrir nýjan indíánahöfðingja. • Takist að lokum í hendur og segið: Takk fyrir nuddið. Þú ert frábær nuddari. • Veðranuddið geta nemendur nýtt sér til að hressa við vini sína eða bekkjarsystkin á erfiðum dögum. Ludwig van Beethoven (Nemendabók bls. 4) Ludwig van Beethoven (1770–1827) er eitt vinsælasta og þekktasta tónskáld á Vesturlöndum. Hann fæddist í Bonn, einu af smáríkjunum sem seinna áttu eftir að mynda Þýskaland. Tónlistarhæfileikar hans komu fljótlega í ljós og fyrsti tónlistarkennarinn var faðir hans. Beethoven unni náttúrunni, fór oft í gönguferðir og fékk innblástur úr hljóðheimi umhverfisins. Meðal hans þekktustu verka eru Tunglskinssónatan, annar kafli píanósónötu No. 8 í c-moll-Pathétique, Bagatella No. 25 í a-moll, betur þekkt sem Für Elise og sinfóníur nr. 5, 6 og tímamótaverkið nr. 9 – Til gleðinnar. Í verkefni um Tunglskinssónötu er unnið að því að virkja hlustun og hlusta eftir blæbrigðum tónlistar. Í nemendahefti fylgja nótur að Til gleðinnar og þar er unnið með synkópu í léttu klappi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=