4 Samvinna og samskipti Samvinna og góð samskipti eru grundvallaratriði í flutningi og sköpun tónlistar. Þau hafa jákvæð áhrif og auðvelda nemendum að ná settu marki. Hvers kyns tónlistarflutningur eykur samhæfingu milli hugar og handa, milli skynjunar, túlkunar og tjáningar. Jafnframt eykst samhæfing á milli einstaklinga. VEÐRANUDD • Parið saman tvo og tvo. Nýta má tækifærið til að vinna með samskipti. Nota má númer eða liti til aðgreiningar hjá þeim sem vinna saman, t.d. 1 og 2 eða gulan og grænan. Nemandi með númerið 1 fær sér sæti. Númer 2 sest beint fyrir aftan, eins nálægt og þeim þykir þægilegt. • Kennari gengur um sem töframaður/-kona, þylur töfraþulu Abrakadabra, hókus pókus, púff! og breytir öllum sem eru nr. 1 í indíánahöfðingja. Þeir setjast með krosslagða fætur, beinir í baki, loka augum og slaka vel á. • Kennari gengur annan hring með töfraþuluna og breytir nr. 2 í nuddara sem eru tilbúnir að hlusta á leiðbeiningar kennara. Leiðbeiningar kennara til nuddara Byrjið með hendur á gólfi alveg við bak indíánahöfðingjans. Hendurnar breytast í tvo sæta kettlinga sem klifra mjúklega upp á axlir og leggjast á þær, hlýir og mjúkir. Nú breytist þið í bakara og hnoðið axlir indíánahöfðingjans varlega á sama hátt og þegar verið er að baka t.d. pitsu með mömmu og pabba eða hnoða deig í heimilisfræði. • Hnoðið/nuddið niður handleggi, að olnboga og upp aftur, yfir axlirnar. Endið á að strjúka létt yfir axlir. • Hendur breytast í vind sem fýkur um allt bak indíánahöfðingjans – byrjar rólega eins og gola, eykst og verður vindur, eykst enn þá meira og verður stormur og svo rok og fellibylur (crescendo). Vindinn lægir jafnt og þétt og allt fer í ró (diminuendo). • Réttið upp hægri hönd með flötum lófa. Teiknið fallegan, stóran, gulan hring, sem er sólin. Litið með gulum lit. Vandið ykkur og litið ekki út fyrir. Bætið við gylltum lit. Hönd ykkar lýsir upp og þið fyllið sólina af ljósi þannig að hún byrjar að skína. Teiknið marga geisla mjúklega með lófanum allt í kring um sólina og það birtir. 1
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=