3 Þetta efni er ætlað yngstu börnum grunnskólans. Hér er unnið með tónlist og umhverfi á fjölbreyttan hátt, í leik, söng, hreyfingu, skapandi ferlum, hlustun og skriflegum verkefnum. Efnið á að hvetja börn til að gefa gaum að umhverfi sínu, ekki síst 1. Einnig að örva þau til að tjá sig um það sem þau heyra í kringum sig en jafnframt að tjá sig með því sem þau heyra. Efnið er tekið saman með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár fyrir tónmennt. Tónlist er … leið til sköpunar og tjáskipta, oft án orða, sem einstaklingar fara til að tjá tilfinningar sínar, skoðanir og gildi. Í tónlistariðkun felst hlustun, sköpun og flutningur. Hún er ferli þar sem einstaklingar skapa merkingu með því að bregðast við og vinna úr tónum, hljóðum og þögn, einir eða í samstarfi. Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti 2011 greinasvið 2013 bls. 150. Börn hugsa á skapandi hátt og þurfa ekki alltaf að finna hugsunum sínum farveg í orðum og setningum. Sköpunargáfa þeirra byggir ekki síst á ímyndunarafli og hugarflugi. Þessi gáfa er í mestum blóma við fjögurra til fimm ára aldurinn. Ævintýri, yfirnáttúruleg atburðarás, undarlegt rím og romsur eiga þá mikinn hljómgrunn meðal þeirra. Þetta þarf að hafa í huga á fyrstu árum grunnskólans. Virk þátttaka í skapandi starfi er nauðsynleg hverju barni. Tjáning í leik, hreyfingu, myndlist og tónlist er sú aðferð sem hentar börnum best til að skynja, skilja og uppgötva heiminn. Tónlist veitir þeim tækifæri til að tjá tilfinningar og hughrif sem þeim er ekki fært að koma orðum að. Tónmenntakennarar eru hvattir til að fylgja yngstu nemendunum í gegnum ýmiss konar leiki, tjáningu og skapandi ferli með virkri þátttöku allra viðstaddra. Æskilegt er að þar fái hver og einn tækifæri til að sýna frumkvæði og þor. Kennarinn er eindregið hvattur til að virkja eigið hugmyndaflug. Vera óragur við að setja saman litlar sögur eða lýsa einhverjum kringumstæðum sem nýta má í þessu samhengi. Þannig getur hann með hugkvæmni sinni klætt frumþættina hljóðhæð, hljóðlengd, hljóðblæ, hljóðstyrk og hraða í búning sögu, leiks eða annars skapandi ferlis. Með aðstoð barnanna opnast iðulega ný og óvænt sjónarhorn vegna þess að lítil börn tengja hlutina frjálslega saman. Kennarinn þarf þess vegna að vera viðbúinn því að leikir og skapandi ferli geti tekið óvænta stefnu. Sérstakur kafli er í heftinu um púlsþjálfun. Púls er sá frumþáttur tónlistar sem nauðsynlegt er að vinna markvisst með frá fyrsta skóladegi. Kennaraheftið og nemendaheftið hafa marga snertifleti. En hvort um sig nýtur nokkurs sjálfstæðis frá hinu. Ekki þykir ástæða til að hafa nemendaheftið uppi við öllum stundum. Formáli
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=