Tónlist og umhverfi - kennarabók

38 Skrefinu lengra Ljóðagerð: Hvað rímar við orðin stór, smá, sól, lind, rok og regn? Kennari skrifar hugmyndir barnanna á töfluna og bætir við orðum til að ríma við. 1. Semjið lítið ljóð um veðrið með því að klára setningarnar, athugið hvort hægt er að nota rím. Skýin eru _______________ Skýin eru _______________ Vindurinn ______________ Og feykir _______________ Þá kemur _______________ 2. Farið með ljóðið saman og klappið hryninn með. 3. Bætið tónum við hryn og texta. Kennari skrifar niður. 4. Æfið lagið saman. 5. Hljóðfæri. a. Bætið við ásláttarhljóðfærum t.d. bassatrommu og leikið púls um leið og sungið er. b. Bætið ef til vill trommum, stöfum, hristum eða þríhornum við og leikið hrynmynstur með. c. Bætið þá enn fleiri hljóðfærum við til að hljóðskreyta textann, t.d. regnstöfum fyrir regn, flautum fyrir vind og pípum (chimes) sem senda sólargeislana af stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=