34 Sagan af Momo Sögusvið og leikendur a. Heimili Momo, mömmu hennar og pabba. Þar koma við sögu þrír leikendur. Það þarf að velja þá. b. Umferðargata með fólki og farartækjum. Persónur og leikendur ákvarðast af nemendafjölda. Hlustið á hugmyndir barnanna. Ef til vill er þarna kona að viðra hundinn sinn og pitsusendill á hraðferð. Hvaða farartæki eru á ferðinni? Leigubíll? Brunabíll? Lagt er til að kennari verði sér út um stóra innkaupapoka úr pappír. Síðan klippir hann göt fyrir höfuð og handleggi og notar pokana sem ek. vesti á nemendur. Hver nemandi getur málað og skreytt sinn poka þannig að hann líkist einhverju farartæki, t.d. rauðum brunabíl eða gulum leigubíl í New York. c. Regndropar. „Eins og örsmáar mannverur í dansi“, segir í sögunni. Hverjir vilja leika þá? Geta hinir sömu leikið börnin á leikvellinum sem aðeins einu sinni eru nefnd til sögunnar? d. Hægt er að hafa sérstaka hljómsveit sem sér um leikhljóð og tónlist. Sjá næsta lið. Eða sjá leikararnir um það? e. Einhverjir geta kynnt hvern kafla sögunnar (Haru, Natsu, Ame, Momo) með því að sýna áhorfendum spjald með heitum kaflanna ásamt tilheyrandi japönskum táknum. Hér eru japönsku táknin (kanji): Innan sviga eru hiraganatákn (sjá Wikipedia). Haru (vorið): Natsu (sumarið): Ame (rigningin): Momo (ferskjan):
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=