Tónlist og umhverfi - kennarabók

32 S-Á-M-U- (s: Um leið og allir segja „S“ takast félagar í hendur og heilsast. Því næst standa styttur í innri hring kyrrar en hinar færa sig nú á vinstri hönd til næsta félaga. Nýir félagar takast í hendur um leið og segja „Á“ og svo koll af kolli við hvern staf þar til að lokum …) „Err!“ (s: Stubbaknús. Nýir félagar faðmast.) Allir eru nú komnir með nýjan félaga og þá er söngurinn endurtekinn frá byrjun. Skiptið um staðsetningu, innri hringur verður ytri og öfugt. Allir fá þá að færast úr stað. Einnig má skipta um átt og færa sig á hægri hönd. Leitarorð: Bingo from super simple songs (Má nota til upphitunar eða sem hugmynd um útfærslu.) Sterkt og veikt (Nemendabók bls. 20–21) Píanó tónmenntastofunnar hentar vel til kynningar á hugtökunum sterkt og veikt. Auðvelt er að nýta sér alþjóðlegt heiti hljóðfærisins í því skyni. Leikið á það sterka tóna (forte) og veika tóna (piano). Af þessum orðum dregur hljóðfærið nafn sitt: fortepiano. Ekki rugla þeim saman við hátt og lágt sem vísar til tónhæðar þegar rætt er um tónlist. Leyfið ímyndunarafli nemenda síðan að njóta sín á sviði umhverfishljóða. Nýtið ykkur hljóðfæri og hluti tónmenntastofunnar sem og líkama og raddir nemenda til að endurskapa sterk og veik hljóð úr umhverfinu. Breytingar á styrkleika Á geisladisknum, sem fylgir bókinni er hljóðdæmi með kappakstursbíl á fleygiferð. Leikið það um leið og farið er yfir kaflann um styrkleikabreytingar. Búið síðan til sambærileg dæmi með þátttöku nemenda. Látið t.d. hesta koma hlaupandi úr fjarlægð, nálgast, fara fram hjá og fjarlægjast aftur. Það má auðveldlega gera með lófaklappi. Verið ófeimin við að nota alþjóðlegu hugtökin crescendo og diminuendo svo nemendur heyri. 35 42

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=