30 Hérna koma nokkur risatröll, HÓ! HÓ! (Hnefar á loft í Hó hó.) Þau öskra svo það bergmálar um fjöll. HÓ! HÓ! (Hnefar á loft í Hó hó.) Þau þramma yfir þúfurnar (þrammið tvö skref í takt við lag) svo fljúga burtu dúfurnar. (Hægri hönd líkir eftir dúfu sem hefur sig til flugs.) En bak við ský er sólin hlý í leyni, (hönd á enni og skimað eftir sólinni) hún skín á tröll þá verða þau að steini. (Allir frjósa í tröllastellingu.) S-Á-M-U-R Nemendur standa andspænis hver öðrum í pörum í hring. Þeir sem eru með bakið inn í hringinn eru „styttur“ sem þýðir að þeir færast ekki úr stað. Þeir sem snúa baki út úr hringnum munu færast úr stað. Í klappinu S-Á-M-U-R þýðir e: einstaklingur og s: félagar saman í pari. Tröllalagið Leiklýsing eftir Soffíu Vagnsdóttur. Soffía Vagnsdóttir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=