Tónlist og umhverfi - kennarabók

26 Droparnir Standið í hring. Hafið hringinn eins lítinn og hægt er. Smellið tungu í góm við hvert „dl“ í textanum. Leikið dropa sem stinga sér á kaf. Við það stækkar hringurinn og verður að stóru hafi! Fylgið að öðru leyti textanum með frjálsu látbragði. Sjá einnig: Trommur og töfrateppi, tónlistarnámsefni fyrir börn eftir Soffíu Vagnsdóttur (2014). Regndropar lenda á ýmsum stöðum og gefa frá sér ólík hljóð eftir því hvar þeir lenda. Ræðið málið. Hvernig má framkalla ólík hljóð í dropum? Í framhaldi af þessu lagi má syngja ýmis þekkt lög og kviðlinga: Nú er úti norðanvindur. En það sólskin um mýrar og móa (Söngvasafn II bls. 65). Með vindinum þjóta skúraský (Söngvasafn I bls. 13). Dl, dl, dl, segja droparnir við pollinn … segja droparnir við pollinn. Og þeir stinga sér á kaf og breyta pollinum í haf! Dl, dl, dl, segja droparnir við grasið … segja droparnir við grasið. Og það vex svo gjöfult og grænt og gerir landið okkar vænt. Dl, dl, dl, segja droparnir við blómið … segja droparnir við blómið. Og það breiðir blöðin sín og brosir blíðlega til mín. Dl, dl, dl, segja droparnir við gluggann … segja droparnir við gluggann. Inni sit ég, horfi‘ á þá, renna niður eins og á. Dl, dl, dl, segja droparnir við bálið … segja droparnir við bálið. Og það slokknar smátt og smátt og missir brátt sinn mikla mátt. Droparnir Soffía Vagnsdóttir 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=