Tónlist og umhverfi - kennarabók

24 Hvínandi vindur Hluti barnanna hleypur um gólfið og leikur vindinn. Önnur syngja og leika t.d. blóm eða tré sem bærast í vindinum. Þriðji hópurinn býr til veðurhljóð. Stundum nægir að syngja lagið og líkja eftir vindinum á meðan kennarinn leikur forspil, millispil eða eftirspil. Hvínandi, hvínandi vindur, hvarf frá mér á brott en kom mér til að hlæja og mikið var það gott. Hvínandi, hvínandi vindur, hvar ert þú í dag? Kannski á bak við fjöllin að syngja þetta lag? Hvínandi, hvínandi vindur, kætir mína lund og kann svo marga leiki sem taka stutta stund. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 43

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=